20.10.2007 | 12:52
Kafli 7 - Komið til Ísafjarðar
Ísland er landið.....
Þegar komið var fyrir Langanes gerði hann suð austan stinning kalda og með fullri beitningu náðum við höfn á Húsavík. Þar kölluðum við embættismann um borð til klarera fyrir tolli. Það kom í ljós nokkrum árum seinna að það gleymdist að tolla bátinn sjálfan, en við vorum að sjálfssögðu að flytja hann inn. En nú var það bara sígarettur og áfengi sem var skoðað og gekk það allt saman vel fyrir sig. Eftir skamma dvöl á Húsvík var haldið vestur með norðurströndinni í góðum byr og sauð á súðum á Bonny yfir Húnaflóann og vestur fyrir Hornbjarg . Vind var farið að lægja þegar komið var að Kögur og hæg gola þegar Fljótavíkin blasti við. Sagan um Sygnakleif rifjast upp en hún er ófæra undir Körgri.
Nú erum við komin að Sagnahleif sem áður hét Sygnakleif en þar handan við braut Vébjörn sygnakappi skip sitt en komst ásamt áhöfn sinni yfir ófæruna og í Fljótið þar sem Atli þræll gætti bús fyrir húsbónda sinn Geirmund Heljaskinn. Tók Atli við áhöfninni allan veturinn og bað þau engu launa vistina því ekki mundi Geirmund mat vanta. Þegar Geirmundur og Atli fundust spurði Geirmundur, "hví hann var svo djarfur, að taka slíka menn upp á kost hans" "Því ,,svaraði Atli að það mundi uppi meðan Ísland væri byggt, hversu mikils háttar sá maður muni verið hafa, að einn hans þræll þorði að gera slíkt að honum forspurðum" Geirmundur svaraði honum, að fyrir tiltæki þetta skyldi hann þiggja frelsi og bú það, er hann varðveitti.
Ég vissi af pabba á Atlastöðum ásamt fleiri ættingjum og vinum og því ákveðið að kíkja aðeins við. Þetta var eldsnemma morguns og við komumst með harmkvælum í land þar sem léttabáturinn var hálf ónýtur og erfiðar aðstæður í Fljótavík til að lenda. Báturinn sökk á leiðinni í land en við vorum þrír í þessari svaðilför, ég, Nonni og Siggi. Gestir á Atlastöðum urðu undrandi þegar við vöktum þá upp en tóku vel á móti okkur. Helltu upp á kaffi og við sögðu m sögur af ævintýri okkar í klukkutíma áður en haldið var á stað um borð til klára heimferðina. Karlarnir skutluðu okkur um borð í Bonny og eftir siglingu fyrir Straumnes og Rit tók við siglingin yfir Ísafjarðardjúp og komið var til Ísafjarðar upp úr hádegi.
Sagt var frá komu Bonnýar í Vestfiska Fréttablaðinu og Vísi, en þar var blaðamaður Einar K. Guðfinnsson sem fylgdist með nágrönnum sínum frá Ísafirði í ævintýrum þeirra á siglingu um ólgandi sjó við sæfeykta strönd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.