Kafli 7 - Komið til Ísafjarðar

Ísland er landið.....

Við Almenninga vestariÞegar komið var fyrir Langanes gerði hann  suð austan stinning kalda og með fullri beitningu náðum við höfn á Húsavík.  Þar kölluðum við embættismann um borð til klarera fyrir tolli.  Það kom í ljós nokkrum árum seinna að það gleymdist að tolla bátinn sjálfan, en við vorum að sjálfssögðu að flytja hann inn.  En nú var það bara sígarettur og áfengi sem var skoðað og gekk það allt saman vel fyrir sig.  Eftir skamma dvöl á Húsvík var haldið vestur með norðurströndinni í góðum byr og sauð á súðum á Bonny yfir Húnaflóann og vestur fyrir Hornbjarg .  Vind var farið að lægja þegar komið var að Kögur og hæg gola þegar Fljótavíkin blasti við.  Sagan um Sygnakleif rifjast upp en hún er ófæra undir Körgri.

Nú erum við komin að Sagnahleif sem áður hét Sygnakleif en þar handan við braut Vébjörn sygnakappi skip sitt en komst ásamt áhöfn sinni yfir ófæruna og í Fljótið þar sem Atli þræll gætti bús fyrir húsbónda sinn Geirmund Heljaskinn.  Tók Atli við áhöfninni allan veturinn og bað þau engu launa vistina því ekki mundi Geirmund mat vanta.  Þegar Geirmundur og Atli fundust spurði Geirmundur,  "hví hann var svo djarfur, að taka slíka menn upp á kost hans"   "Því ,,svaraði Atli að það mundi uppi meðan Ísland væri byggt, hversu mikils háttar sá maður muni verið hafa, að einn hans þræll þorði að gera slíkt að honum forspurðum"  Geirmundur svaraði honum, að fyrir tiltæki þetta skyldi hann þiggja frelsi og bú það, er hann varðveitti.

Í FljótavíkÉg vissi af pabba á Atlastöðum ásamt fleiri ættingjum og vinum og því ákveðið að kíkja aðeins við.  Þetta var eldsnemma morguns og við komumst með harmkvælum í land þar sem léttabáturinn var hálf ónýtur og erfiðar aðstæður í Fljótavík til að lenda.  Báturinn sökk á leiðinni í land en við vorum þrír í þessari svaðilför, ég, Nonni og Siggi.  Gestir á Atlastöðum urðu undrandi þegar við vöktum þá upp en tóku vel á móti okkur.  Helltu upp á kaffi og við sögðu m sögur af ævintýri okkar í klukkutíma áður en haldið var á stað um borð til klára heimferðina.  Karlarnir skutluðu okkur um borð í Bonny og eftir siglingu fyrir Straumnes og Rit tók við siglingin yfir Ísafjarðardjúp og komið var til Ísafjarðar upp úr hádegi. 

Sagt var frá komu Bonnýar í Vestfiska Fréttablaðinu og Vísi, en þar var blaðamaður Einar K. Guðfinnsson sem fylgdist með nágrönnum sínum frá Ísafirði í ævintýrum þeirra á siglingu um ólgandi sjó við sæfeykta strönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband