16.10.2007 | 13:58
Kafli 3 - Lagt af stað í siglinguna miklu
Chishester er lítill og notalegur bær og þar sem þetta var laugardagur var ákveðið að kíkja aðeins út á lífið um kvöldið. Kannski væri bærinn svolítið viðráðanlegra en stórborgin London, en sjálfstraust okkar sem heimsborgara hafði látið á sjá.
Það var komið undir miðnætti þegar við komum heim á hótelið en þá var allt læst. Ekki var svarað í dyrasíma og nú voru góð ráð dýr. Herbergið okkar var á annarri hæð og að teknu tilliti til ævintýrsins í London, þar sem Jón klifraði upp á níundu hæð, væri þetta nú lítið mál. Með vísindalegri yfirvegun fundum við út hvar okkar herbergi væri og þakrennan lá einmitt upp með herbergisglugganum. Undir honum var steypt sylla og því væri þetta leikur einn. Það var ákveðið að senda einn inn sem myndi síðan opna útidyrnar fyrir hinum. Ég var sjálfkjörinn til verksins enda Jón búinn með sína hetjudáð og ekki var slíkt hættuspil leggjandi á unglinginn.
Ég klifraði fimlega upp þakrennuna, steig á gluggasylluna og náði taki á opnanlegu fagi efst í glugganum. Það var alveg nógu stórt til að smeygja sér inn um og þegar stormjárninu hafði verið lyft up var ekkert annað að gera en sveifla sér inn fyrir.
Þegar ég lenti á mjúkri dýnu varð mér ljóst að ég hafði gert mistök. Í okkar herbergi var ekki rúm undir glugganum og nú byrjuðu lætin. Það var kona í rúminu og hún öskraði af lífs og sálar kröftum. Ég varð skelfingu lostinn, greip í gluggafagið aftur og sveiflaði mér út fyrir. Ég lenti einhvernvegin á götunni fyrir neðan og þar var engan að sjá. Félagar mínir höfðu flúið í skjól og skilið mig eftir í greipum mistakanna.
Ég fann þá reyndar fljótlega, hímandi undir húsvegg nokkrum húsaröðum í burtu. Við fundum seinna leið inn á hótelið í gegnum þvottaherbergið og náðum upp í herbergi, uppgefnir eftir ævintýrið. Um morguninn á leið í morgunverð rakst ég á konuna úr næsta herbergi. Hún stoppaði mig og spurði hvort það hefði verið ég sem kom upp í rúmið hennar um nóttina. Ég roðnaði af skömm en játaði glæpinn umsvifalaust. Hún var alveg eyðilögð yfir því hvernig hún hefði tekið á móti mér en afsakaði sig með því hversu mikið henni hefði brugðið við óvænta heimsóknina.
Meistaramót í bjórdrykkju
En við vorum ekki bara að kaupa skútu heldur höfðum við uppeldislegar skyldur gagnvart Bárði og vildum ekki bregðast því trausti sem Jóhanna móðir þeirra bræðra hafði lagt á herðar okkar. Þennan sunnudag var því ákveðið að mæla hversu mikinn bjór maður gæti drukkið á þess að fara á klósett. Við höfðum keypt bjór í gallon dósum og nú var byrjað að þamba og notuð skeiðklukka til að mæla tímann. Að sjálfsögðu var þetta keppni milli okkar Nonna en Bárður var allt of ungur til að taka þátt í svona leik. Ekki man ég hver vann, en þegar maður mældi tóma gallon brúsana við magann á sér var óskiljanlegt hvernig við gátum komið þessu magni fyrir. Það er margt sem lagt er á sig þegar maður hefur ábyrgð sem leiðbeinandi yfir villiráfandi sauði eins og við vinirnir höfðum komist í.
En bátinn fundum við og samdist um verð. Þetta var 32 feta tvímastra Westerly bátur, engin lúxus fleyta en virtist geta ráðið við viðsjál veður norður Atlandshafsins. Við skýrðum hana Bonny og ákváðum strax að halda úr höfn í prufusiglingu. Vélin var 12 hestafla Volvo Penta og notuðum við skrúfuaflið til að koma okkur út í hafnarmynnið. Þar voru seglin dregin upp enda snarpur vindur og bestu aðstæður til siglinga. Eitthvað basl var á okkur með fokkuna en við höfðum dregið hana upp á hvolfi. Seglið barðist um í vindinum og vakti mikla athygli annarra ,,reyndra" siglingamanna. Síðan var siglt um fyrir utan höfnina en eins og áður segir höfum við aldrei meðhöndlað segl á ævinni. Eitthvað vafðist fyrir okkur að venda og mikið var um hróp og köll með hálfgerðu stjórnleysi um borð. Ekki alveg búið að ákveða hver væri skipstóri og ætti skipa fyrir verkum. Þetta var því hálfgert basl og við vorum dauð-lúnir þegar við komum til baka í höfnina. Við höfðum þó komist að einni niðurstöðu eftir þessa frumraun að við þyrftum nauðsynlega belgsegl, spinneker, til að ná meiri hraða áður en haldið yrði heim til Íslands.
Við gengum því hnarreistir upp bryggjuna að skútubúðinni til að athuga með kaup á slíku segli. Það var mannmargt í versluninni og helsta umræðuefnið voru einmitt þessir fræknu sjóarar sem sýnt höfðu listir sínar utan við hafnarmynnið fyrr um daginn. Afgreiðslumaðurinn spurði okkur hvert förinni væri heitið og fölnaði upp þegar við sögðumst vera á leið til Íslands. Sjálfsagt enginn af þeim köppum sem eyddum helgum í siglingar hér í Chishester höfðu látið sig dreyma um slíka fífldirfsku, enda höfðu þeir hvorki reynslu né kjark til þess. Karlarnir í búðinni störðu á þessa glópa og þegar við spurðum um belgseglið fullvissaði afgreiðslumaðurinn okkur um að við hefðum ekkert með slíkt segl að gera. Það væri aðeins fyrir reynda siglara að meðhöndla slíkt og við skyldum láta það bíða betri tíma. Við félagarnir þrír lögðum því af stað um kvöldið, án belgseglsins, í siglinguna miklu. Fyrst var stefnan sett vestur Ermasundið áður en kúrsinn yrði tekin í norður áleiðis til Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2007 kl. 14:53 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 286722
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og ávallt eru fingur þínir líkt og pensill á striga. Haltu áfram að leyfa fólki að ferðast í huganum með þér :)
Kv.
Gaui.Þ
Guðjón Már Þorsteinsson, 16.10.2007 kl. 14:32
Mikið hló ég að kaflanum þar sem þú ert í rúmi konunnar! Siglir síðan með víkingablóð í æðum og kjarkinn einan að vopni.
Ívar Pálsson, 16.10.2007 kl. 18:59
Takk fyrir hlýleg orð Gaui.
Ívar þetta er spurning hvar kjarkinn sleppir og fífldirfskan tekur við.
Gunnar Þórðarson, 17.10.2007 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.