26.9.2011 | 14:42
Mánudagur 2011
Tíminn flýgur hratt við góða skemmtun og nánast ótrúlegt að fjórði dagur ferðar væri hafin þegar risið var úr rekkju snemma dags í Merkigili. Eftir drjúgan morgunverð með hafragraut og slátri, var mönnum ekkert að vanbúnaði og allur hrollur á bak og burt, þrátt fyrir kalsa úti.
Nokkrar kindur höfðu týnst í myrkrinu kvöldið áður og þurfti því að ríða til baka fram dal til að sækja þær. Það gekk að óskum og eftir að hafa gefist upp við að elta mórauða kind með tvö lömb, upp og niður eftir bökkum Jökulsár, var lagt af stað með safnið áleiðis að Keldulandi. Safnið var um 70 kindur og töldu menn að um 30 kindur hefðu orðið eftir í dalnum, sem vonandi fyndust við eftirleit í október.
Það gekk á með rigningu en síðan fór að stytta upp og þegar komið var í Merkigil urðu veðrabrigði þar sem birti til með sól og blíðu. Eftir gilið var létt verk að reka safnið áfram götu og ekki liðið langt á dag þegar sást heim að Keldulandi. Það var fámenn smalasveit sem rak féð síðasta spölinn, enda hafði hluti af mannskapnum sótt jarðaför á Sauðárkrók þennan dag.
Vel gekk að koma fénu í fjárhúsin þar sem vanar hendur tóku til við að draga í dilka, en rollurnar tilheyrðu Sigga Hansen og Stebba á Keldulandi. Mikið gekk á við að koma þeim í kerru en sumir sauðirnir voru á stærð við meðal kálfa, enda stríðaldir í grösugum Austurdal. Í millitíðinni var tekin hvíldar og samverustund í stofunni hjá Stebba þar sem skrafað var og sagðar sögur. Það gafst meira að segja tími til að fara í sturtu, en þegar þarna var komið hafði tekist að safna upp góðum skít í þrjá sólahringa á fjöllum. Það getur líka verið gott að hvíla sig á endalausum þrifum og notalegt að njóta þess þegar vel hefur safnast.
Það var kominn tími til að kveðja vini og aka af stað heim á leið. Ákveðið var að taka hús hjá sjálfum herppstjóra Akrahrepps, Agnari á Miklabæ í leiðinni. Agnar er gríðarvinsæll í hreppnum, enda bæði skemmtilegur og fróður maður og höfðingi heim að sækja.
Það var tekið á móti gestum með kostum og kynjum á Miklabæ og fjargviðrast yfir því að báðir væru akandi og ekki nokkur leið að koma vínglasi ofaní þá. Mikið stóð til á bænum enda réttarlok í Silfrastaðarétt og stórbóndinn búinn að ná fé sínu af fjalli. Það var gert góðlátlegt grín að smalamönnum Austurdals sem höfðum komið með 70 kindur eftir fjóra daga en bændur í Silfrastaðarétt ráku 4.600 fjár í rétt þessa helgi.
Gestum var boðið til stofu þar sem kvöldverður var fram borin við háborðið hjá hreppstjóranum og konu hans Döllu, sóknarprest í Miklabæjarprestakalli, en hún þjónar einnig Silfrastöðum. Það lá vel á fólki eftir erfiði og árangur helgarinnar og væsti ekki um ferðalanga að staldra við um tíma og taka þátt í skemmtilegum samræðum. En þreyttum smalamönnum var ekki til setunnar boðið og nauðsynlegt að haska sér heim á leið. Kvaddir með rjómaís, sem dugði ökumönnum betur en vínsglas, og síðan haldið áleiðis í Staðarskála þar sem hinn bíllinn hafði beðið um helgina.
Það lá vel á Vestfjarðaarmi Göngumannafélags Austurdals yfir kaffibolla í Staðarskála, og ekki skyggði félagsskapurinn á, Guðni Ágústsson og frú. Umræðuefnið pólitík og hugsanleg þátttaka Guðna í smölun fyrir Skagfirðinga. Hann er góðvinur Þórólfs á Hjaltastöðum og þátttaka hans í smölun Austurdals borið á góma. Hann yrði þá svona láglendisdeild í félagsins en á hans heimslóðum myndu menn ekki þekkja höfuðáttir, ef ekki væri fyrir Heklu sem gnæfir yfir víðfermdum sléttum suðursveita.
Hér var komið að lokakveðju þar sem leiðir skildu og ekið var í norður og suður. Ritari hélt norður Standir til Ísafjarðar í blíðskapar veðri þar sem einstaka bæjarsljós blikuðu í spegilsléttum haffletinum. Skagafjörður að baki en framundan aðalfundur Gangnamannafélags Austurdals í mars á komandi ári.
Hún batnar leiðin,
og bráðum þrýtur heiðin
þá hvíla verðum vér.
Sjá, skjól og hestahagi
er hér í þessu dragi,
af baki hlaupum hér.
Halló halló halló halló
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.10.2011 kl. 08:49 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.