Grein í Fiskifréttum 15. maí 2014

Markaður eða ráðstjórn

Verðmætasköpun

Íslendingar verða að gera upp við sig hvort þeir vilja reka sjávarútveg sinn á markaðslegum forsendum eða með ráðstjórn þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir hvað, hvernig og hvar. Markaðurinn er ekki fullkominn en hann er forsenda fyrir verðmætasköpun í sjávarútvegi til að standa undir lífskjörum þjóðarinnar. Grundvöllur verðmætasköpunar er framleiðni þar sem við hámörkum framleiðslu með lágmarks fyrirhöfn.

Samkvæmt skýrslu McKinsey erum við töluverðir eftirbátar þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að framleiðni og verðmætasköpun. Við höfum hinsvegar haldið uppi lífskjörum með lengri vinnudegi. Án yfirvinnu værum við á pari við Grikkland hvað varðar lífskjör. McKinsey telur að sóknarfæri Íslendinga til að bæta lífskjör til framtíðar liggi í aukinni framleiðni; og til að skilja betur grundvöll hugtaksins er rétt að benda á það sem mestu máli skiptir er að með framleiðni vinnuafls hámörkum við framleiðslu með lágmarks vinnuframlagi og framleiðni fjármagns snýst um að hámarka nýtingu fjármagns.

Alþjóðlegur samanburður

Í skýrslunni kemur hinsvegar fram að sjávarútvegur sker sig úr í íslensku atvinnulífi hvað varðar framleiðni og verðmætasköpun. Ef við miðum okkur við aðrar fiskveiðiþjóðir þá erum við með umtalsvert meiri verðmætasköpun en norðmenn. Á meðan við skilum 57% nýtingu á sjávarafla eru Norðmenn með 41% og verðmæti á veitt kíló hjá okkur er 380 kr. en 280 hjá Norðmönnum. Í töflunum hér að neðan má sjá samanburð á framleiðni- vinnuafls og fjármuna hjá þessum tveimur þjóðum.

Framleiðni vinnuafls

Framleiðni fjármagnsÞrátt fyrir að Norðmenn hafi fjárfest mikið í skipum, á meðan slíkt hefur verið botnfrosið hjá okkur,  eru þeir langt að baki okkur hvað þetta varðar. Hjá Færeyingum er framleiðni bæði veiða og vinnslu á botnfiski neikvæð og hefur verið um nokkurn tíma, þ.e.a.s. að meira er lagt í veiðar og vinnslu heldur en þær skila.

Veiðigjöld

Með núverandi hugmyndum um veiðigjöld munu Íslendingar ekki halda þessari stöðu sinni. Íslenski flotinn, ef smábátaútgerðinni er haldið utan sviga, er sá elsti frá upphafi. Aldur togara er kominn yfir40 ár og flest stærri línuskip orðin gömul og úrelt. Vinnsluskip flotans eru flest komin yfir tvítugt og orðin úrelt og úr sér gengin. Ekki er möguleiki á að halda uppi framleiðni með úreltum skipum. Lítið hefur verið fjárfest í botnfiskvinnslum á Íslandi sem mun fyrr en síðar koma niður á samkeppnishæfni Íslendinga gagnvart keppinautum.

Óvissa er óvinur

Óvissa í stjórnun fiskveiða og óhófleg veiðigjöld koma í veg fjárfestingu í sjávarútveg, sem er forsenda þróunar. Stjórnmálamenn vilja nota sjávarútveg til að leysa byggða „vanda" og fjárþörf ríkissjóðs, en það verður alltaf á kostnað verðmætasköpunar í greininni. Óvissa er óvinur sjávarútvegs númer eitt og nýlegt dæmi sýnir að fjárfestar hika við fjárfestingar í öflugu sjávarútvegsfyrirtæki. Það þarf að breyta viðhorfum til þessarar atvinnugreinar og tryggja henni alþjóðlega samkeppnishæfni og örugga framtíð.

 


Bloggfærslur 15. maí 2014

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 283931

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband