ESB og Ísland

Sem sjálfstæðismaður er ég miður mín út af umræðum landsfeðra um umsóknarferli Íslands að ESB. Ég geri ráð fyrir að framsóknarmenn bregðist við með þeim hætti sem þeir gera, en geri allt aðra kröfu til minna manna; sem þeir því miður standa ekki undir.

Nú er það ekki svo að ég sjái ESB í hillingum og vilji þangað inn sama hvað! Mitt markmið er að bæta lífskjör mín og sætti mig ekki við að vera hálfdrættingur í kaupmætti í samanburði við kollega mína á hinum norðurlöndunum. Punktur og basta.

Ég hef átt þess kost að fara yfir þessi mál með fjármálaráðherra, en hann hafði þá lýst því yfir að hann hann teldi að við ættum að nota krónuna um ófyrirsjáanlega framtíð! Ég fékk tækifæri til að koma þeim sjónarmiðum mínum á framfæri að sporin hræði þegar kemur að íslensku hagkerfi. Hagsveiflur frá upphafi hafa verið eins og villtur trylltur rússíbani. Eini mælanlegi stöðugleikinn var eftir inngöngu í EES og nokkuð styrka stjórnun landsmála í framhaldinu. En þess fyrir utan er þetta ekki boðlegt og ég setti þau sjónarmið fram við fjármálaráðherra að ef hann hefði einhver ráð með að tryggja stöðugleika með bættum aga í hagstjórn og nota krónu, þá þyrfti hann að útskýra hvernig hann hygðist gera það! Breyta þyrfti hagstjórninni frá því sem hún hefur verið frá upphafi og þeir sem slá ESB hugmyndir út af borðinu skulda okkur útskýringar á því hvernig það verður gert! Og þá eitthvað annað en töfrabrögð.

Seðlabankinn gaf út vandaða skýrslu um valkosti Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sérrit nr. 7) sem Þórarinn G. Pétursson fjallaði um í ágætri grein í Fréttablaðinu 2. Mars 2013. Lítil sem engin viðbrögð andstæðinga ESB hafa verið við skýrslunni. Meira hefur borið á hnútuköstum út í seðlabankann og nú er talað um að losa sig við bankastjórann, enda sé hann ósammála forsætisráðherra og virðist ekki tilbúinn að aðlaga sig að skoðunum hans.

Þórarinn veltir því upp hvort það sé heppilegt fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap að reka sjálfstæðan gjaldmiðil í opnu hagkerfi, enda fylgi því gríðarlegur kostnaður. Beinn kostnaður við að skipta úr einum gjaldmiðli í annan sé um 5-15 miljarðar á ári, eða 10 hluti vöru- og þjónustuafgangs. Hann bendir á að íslenskt fjármálakerfi sé mjög smátt og dýrt í rekstri og kostnaður við að stunda viðskipti mjög hár. Viðskiptakostnaður sé allt að tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglist í gengissveiflum og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sýni að vaxtakostnaður hér á landi sé um 1 ½ hærri hér, miðað við á stærra myntsvæði. Hér er um risastórt mál að ræða fyrir almenning í landinu og lífskjör þjóðarinnar!

Stundum er rætt um að nauðsynlegt sé að hafa eigin mynt sem hægt sé að stilla eftir því hvernig árferði er í efnahag landsins. Það verður þó að hafa í huga að gengisfelling er í raun launalækkun hjá íslenskum almenning en eykur ekki framleiðni eða verðmætasköpun, sem eru undirstöður lífskjara. Þórarinn bendir á að McKinseys skýrslan bendi einmitt á að lágt framleiðnistig sé helsti dragbítur efnahagsframfara á Íslandi.

Þórarinn bendir á að í þeim ríkjum sem tekið hafa upp evru hafi erlend fjárfesting aukist um 30%. Aðild að stærra myntsvæði auki viðskipti við önnur lönd og margar rannsóknir styðji þær fullyrðingar. Hann segir að miðað við miðgildi þeirra rannsókna gæti aukning hér á landi numið um 70 miljörðum kr. á ári, sem jafngildir um 60% vöru- og þjónustuafgangs ársins 2012. Aðild að stærra myntsvæði gæti aukið landsframleiðslu um 3% varanlega á ári.

Lítið fer fyrir rökstuðning andstæðinga ESB gegn þessari skýrslu Seðlabankans. En ríkisstjórnin skuldar okkur útskýringa á stefnu sinni og hvernig þeir ætli að tryggja lífskjör til framtíðar á Íslandi. Sérstaklega þurfa sjálfstæðismenn að útskýra sína stefnu, sem illa passar inní megin stefnu og markmið Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur allra landsmanna, þarf að útsýra hvernig hann hyggst tryggja lífskjör hér á landi með krónu sem mynt. Taka þátt í umræðunni á faglegum og á hlutlægum nótum og hætta að kasta rýrð á þá sem eru ósammála landsfundi flokksins í Evrópumálum. Oftar en ekki er undirritaður kallaður sósíalisti vegna skoðana um ESB. Það er óþolandi og ómálefnalegt.


Bloggfærslur 20. febrúar 2014

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 284005

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband