Kafli 2 - Stornoway

Stornoway

Žaš var komiš undir kvöld žegar viš sigldum inn ķ höfnina ķ Stornoway, sem er höfušstašur Herbitis eyjaklasans.  Viš vörpušum ankeri ķ höfninni en įhöfnin var žreytt eftir aš kśldrast ķ veltingi yfir hafiš og žvķ hvķldinni fegin.  Viš höfšum ekki fest svefn žegar bįtur lagši harkalega upp aš skśtunni og hróp og köll gullu viš.  Žegar viš komum upp į dekk sįum viš björgunarbįt frį strandgęslunni og boršalagša nįunga sem beindu kösturum aš okkur.  ,,Are you Icelandic?" var kallaš og žegar viš svörušum žvķ jįtandi var sem žeim létti.  Skipstjórinn kom um borš til okkar og sagši okkur aš kall hefši komiš frį Slysvarnarfélags Ķslands um aš leita aš tżndri Ķslenskri skśtu sem ekkert hefši frést af ķ langan tķma.  Nafniš var einmitt Bonny og kapteininum létt aš hafa fundiš žessa skipreka įhöfn į lķfi.  Viš fréttum sķšan aš Žóršur Jśl og Grķmur Jóns hefšu veriš aš hringjast į og magnaš hvorn annan upp žar til žeir voru oršnir sannfęršir um aš viš hefšum farist.  Žaš munaši ekki um minna en hringja ķ Hannes Hafstein, forseta Slysvarnarfélagsins til aš lįta kalla į leitarsveitir um allt noršur Bretland.  Hannes hafši notaš öll žau sambönd sem hann hafši ķ heimsveldinu til fį višbrögš viš neyšarįstandinu.  Žaš undarlega var aš viš töldum okkur hafa tilkynnt okkur viš Stornoway um leiš og viš komumst ķ talstöšvarsamband į VHS og vorum nįkvęmlega į réttum tķma mišaš viš įętlun.

royal rescueViš vöknušum į fallegum sólrķkum degi og léttum akkerum og fęršum bįtinn inn ķ höfnina žar sem viš lögšumst utan į fiskibįt.  Žaš er alltaf notalegt aš finna fast land undir fótum eftir nokkra daga į sjó.  Į leišinni upp ķ bę komum viš aš bifreiš į bķlastęši žar sem tveir óšir doberman hundar voru ķ aftursętinu.  Bįršur taldi sig vera sérfręšing ķ aš hemja dżr og baš okkur aš taka vel eftir hvernig hann mešhöndlaši svona hvolpa.  Smį rifa var į hlišarśšunni og įn umhugsunar tróš hann hendinni inn til aš klappa hvuttunum.  Žeir bitu Bįrš samtķmis og lęstu skoltunum um höndina į honum.  Öskrin voru ógurleg en einhvern vegin gat hann nįš krumlunni til baka, alblóšugri og alsett tannaförum.  Žaš var ekki aš spyrja aš Bįrši en hann var reyndar fljótur aš jafna sig en viš foršušum okkur frį bķlnum undir brjįlušu hundsgelti.

Eftir aš hafa verslaš inn tókum viš Bįršur aš okkur aš koma varningnum um borš ķ Bonny.  Žegar viš komum nišur į bryggju hafši fjaraš žannig aš mannhęš var nišur į stżrishśsiš į fiskibįtnum sem viš lįgum utan į.  Žaš er mikill munur į flóši og fjöru į žessum slóšum og ekki aš įstęšulausu aš Pentillinn, sem er ekki langt žarna frį, er talinn ein erfišasta siglingaleiš ķ heimi vegna brotsjóa sem orsakast af straumum.  Ég lét mig samt vaša og fann aš žakiš į stżrishśsinu svignaši undan žunga mķnum.  Bįršur rétti mér vistirnar og žegar ég hafši komiš žeim nišur į dekk stökk Bįršur.  Žaš var ekki aš spyrja aš hann fór ķ gegnum žakiš og ég sį hvar lappirnar į honum dinglušu ķ gegnum brśargluggann nišur um brotiš žakiš.  Žaš var ekki nokkur leiš aš nį honum upp til baka žar sem krossvišurinn hélt į móti.  Žaš var žvķ ekki annaš aš gera en żta honum įfram nišur ķ gegnum gatiš.  Hann endaši inn ķ stżrishśsinu og skreiš sķšan śt um glugga en dyrnar voru haršlęstar.  Bįršur var ótrślegur og endalaust eitthvaš aš gerast ķ kringum hann.

StornowayUm kvöldiš fórum viš į bęjarböbbinn.  Žaš var ekki neitt smį fjör og viš vorum žungamišjan ķ öllu saman.  Žaš var ekki mikiš um feršamenn žarna į žessum įrum og koma okkar vakti töluverša athygli.  Löglegur lokunartķmi į krįm ķ Bretlandi var klukkan ellefu en sķšasti bjórinn var seldur žarna rśmlega tvö um morguninn.  Žeir voru ekkert feta žröngan stķg laga og reglna enda var sjįlfur lögreglustjórinn ašal fjörkįlfurinn.  En žegar įtti aš halda um borš fannst Bįršur ekki.  Viš fréttu aš hann hafi fariš heim meš viršulegri hśsfreyju śr žorpinu og baržjónninn, ofurölvi, baušst til aš fylgja okkur žangaš.  Viš komum aš tvķlyftu hśsi og žegar inn var komiš var hśsfreyjan vel viš skįl ķ eldhśsinu og sagši aš Bįršur vęri uppi ömmu aš svęfa börnin.  Žaš stóš heima aš minn mašur var aš segja krökkunum frį vķkingum og hetjum upp į Ķslandi, žar sem menn köllušu ekki allt ömmu sķna.  Börnin horfšu stórmynt į žennan haršjaxl noršan śr hafi og eru sjįlfsagt enn aš tala um žessa lķfsreynslu sķna.

Įhöfnin komst heil į höldnu um borš og viš dagrenningu var feršinni haldiš įfram og stefnan tekin į Skoska hafnarbęinn Troon žar sem nż sigla yrši sett į Bonny.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Ķvar Pįlsson

Takk fyrir einn eina skemmtilega sögu.

Ķvar Pįlsson, 17.12.2007 kl. 08:32

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Okt. 2018
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nżjustu myndir

 • 20161205- DSC2854
 • IMG_8134
 • DSCN0163
 • Flakagæði
 • DSCN0163

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (17.10.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 25
 • Frį upphafi: 268323

Annaš

 • Innlit ķ dag: 1
 • Innlit sl. viku: 15
 • Gestir ķ dag: 1
 • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband