Laugardagur í Austurdal

 

Lagt á hrossinStebbi komin á fćturŢađ var fríđur hópur hraustra manna sem reis úr rekkju ađ Hildarseli á laugardagsmorgun, tilbúnir í fjársöfnun í Austurdal.  Morgunsólin vermdi vanga og hár bćrđist ekki á höfđi.  Ţađ var komiđ rennsli á féđ vestan viđ Jökulsá og greinilegt ađ smölun var í gangi ţar og ekki annađ ađ gera en leggja á hesta og koma sér af stađ fram Austurdal og smala austurbakkann.  Viđ ćtluđum ađ smala fremsta hluta Dalsins í dag og reka ţađ fé sem fyndist í réttina ađ Hildarseli.

Ég fékk frískan klár undir mig ţennan morgun og sennilega voru ţađ međmćli međ hestamennsku minni.  Til ađ skerpa á reiđmennskunni fékk ég gúlsopa af Kakala og eftir ţađ fann ég taktinn viđ Smá Kakalihestinn.  Ţegar ég reiđ í morgunsólinni fram Austurdal varđ mér hugsađ til ţess ađ oft vćri talađ um sveitamann og heimsborgara sem andstćđur.  Ţađ vantađi eitthvađ inn í ţá mynd ţar sem ég taldi mig til hvorugs hópsins.  Ég er svona fjörufúsi sem er sjávarútgáfan af sveitamanni.  Alinn upp í sjávarţorpi og fengist viđ sjávarútveg nánast alla mína tíđ.  Veit lítiđ um Skúli Skúlasveitastörf og ţarf ţví stöđugt ađ passa mig í ţeim félagskap sem ég deildi ţessa dagana og leyna fákunnáttu í sveitamennskunni.  Til dćmis varđ mér á viđ Ábćjarréttina ađ tala um skjöldóttann hest.  Slíkt lćtur bara fjörufúsi út úr sér enda veit sveitamađurinn ađ hestar eru skjóttir en kýrnar skjöldóttar.  Einar vinur minn dró mig afsíđis viđ ţennan atburđ og útskýrđi málin fyrir mér í rólegheitunum, viđ hlátrarsköll félaganna.

En ţađ ţarf ekki fjöruilm til ađ kitla sálu fjörufúsa og jafnvel hann hrífst međ í Austurdal ţegar riđin er Fögruhlíđin á fögrum morgni.  Upp í hugann kom síđasta versiđ í kvćđi dalaskáldsins „Í örćfadal":

Gefđu ţér tíma og fangađu friđ

sem fýkur međ morgunsins svala

er heyrir ţú svanina hefja sin kliđ

af heiđarbrún örćfadala

S.H.

Sögustund í FörguhliđŢađ er aldrei riđiđ í gegnum skógin í Fögruhlíđ án ţess ađ ćgja og segja sögur.  Gangnamenn voru óvenju opinskáir og söguglađir ţennan morgun í fallegu rjóđri birkiskógarins.  Sennilega voru ţeir ölvađir af fegurđ Dalsins og örlćti almćttisins á ađstćđur ţennan laugardagsmorgun.  Hér verđa sögurnar ekki tíundađar, enda ríkir trúnađur milli smalamanna hvađ sagt er á slíkum stundum.  Ţar skiptir ekki máli hvort ţađ er biskup (jafnvel eineygđur) eđa tukthúslimur sem á í hlut.  Á svona stundu geta sögur orđiđ djarfar og meira sagt en menn vildu ţegar móđurinn rennur af ţeim, og yfirleitt eru sögurnar meiri og merkilegri en ţeir atburđir sem ţćr byggja á.  En jafnvel fjörufúsi veit ađ góđa sögu má ekki skemma međ sannleikanum og eftir kennslustund í ađ stíga í hnakk er haldiđ á fram dalinn.  Söngur fyllti nú Austurdal međan hestarnir töltu upp međ Jökulsá og náđi ritari niđurlagi lagsins:

..........ég öđru betra

elsku besta Susana

er ríđa nokkra millimetra

milli viskísjússana

GooglesteinninnViđ mynni Hvítárdals er eru höggvin skilabođ í klettasyllu, skrifuđ af sauđfjárvarnarstarfsmanni 1938.  Ekki er víst ađ hún endist betur en ţađ sem höggiđ er í Googlesteininn en óneitanlega vekur hún meiri athygli en flest af ţví sem ţar stendur enda nokkuđ fátíđari tegund.

Riđiđ var áfram viđstöđulaust ţar til komiđ var upp ađ Fossá.  Eitt af erindum ferđarinnar var ađ kynna stađinn fyrir Útivistar Skúla og fá félagsskap hans međ í byggingu og reksturs skála viđ ána.  Austurdalur er frábćr gönguleiđ og getur bloggari vitnađ um ţađ, enda gekk hann međ Hallgrími Bláskóg frá Skatastöđum upp á hálendiđ ađ Laugafelli.  Nokkuđ langur og strangur gangur er frá Hildarseli í Grána og myndi skáli viđ Fossá vera tilvalin áningastađur ţarna í milli.  Vestfiskir međlimir Gagnamannafélags Austurdals munu ekki láta sitt eftir liggja ţegar kemur ađ skálabyggingu en ađdrćttir eru mjög erfiđir í Dalnum ţar sem Tröllaskaginn hlífir honum fyrir norđ-austan áttum og snjó setur aldrei niđur. 

Hross viđ FossáŢađ var einhverju sinni í ferđ Skagfirđinga til Egyptalands ađ menn stóđu gapandi yfir ţví ţrekvirki ađ koma tuga tonna björgum um langan veg og ţađ yfir Nílarfljót.  Einn úr hópnum kom ţá međ ţá skynsamlegu skýringu ađ steinarnir hefđu veriđ dregnir á snjó um vetur, en ekki voru allir sammála ţessari tilgátu enda ţekkt í Austurdal ađ sleđadráttur ađ vetri gengur ekki vegna snjóleysis.

Fossá er fegurst áa, hvítfyssandi og gróin moRéttin viđ Fossása í botninn, ţannig ađ engu líkara er en gengiđ sé á teppi yfir hana.  Ţetta er lindá og ţví rennsli hennar stöđugt og hitastig jafnt.  Ţađ er eitthvađ undursamlegt viđ hvernig hún frussast niđur allan dal og hvergi sést í lygnan hyl.  Fossá er faratálmi gangandi manna og rifjast upp ferđ Hallgríminga yfir straumţungan í fyrra, bundnir međ snćri um mittiđ og vatniđ braut upp undir hendur.  Betra er ađ missa ekki fótfestuna, enda stutt í ármótin viđ Jökulsá, sem er ađ öllu leiti ófrýnilegri og ofsafengnari en Fossá og ekki gott ađ berast í bođaföll hennar.  En á hestum er ţetta létt verk og löđurmannslegt, enda finna hrossin ekki fyrir straumţunganum og feta ţetta af miklu öryggi.

Áđ viđ FossáÁ suđurbakka Fossár tók smalinn fram malinn og ţar var ólíku saman ađ jafna frá fyrri smalaferđ í Austurdal.  Ilmandi sviđasulta međ rófustöppu og skolađ niđur međ heimsins besta lindarvatni.  Kakalinn var á ţrotum en mađur kemur í manns stađ ţegar kemur ađ Sturlungu og nú hét mjöđurinn Brandur.  En hér var ekki til setunnar bođiđ og áfram skyldi haldiđ viđ smalamennskuna.  Hér var skipt liđi og bloggari ásamt Ţórólfi og Gísla riđu upp á Hölknármúla sem heldur um Hölknárdal í suđri.  Ţegar upp var komiđ var hélt Sigurđur norđur fjalliđ ofan í dalinn en viđ Ţórólfur riđum áfram suđvestur yfir heiđina.  Hér var útsýniđ stórkostlegt, međ Hofsjökul í suđri og Tungnafellsjökull blasti viđ austar.  Austurdalur skartađi sínu fegursta en hćđin var um 700 metrar yfir sjávarmáli ţar sem hćst var riđiđ.Fossá

Nú var komiđ ađ ţví ađ stíga af baki og leggja í Lönguhlíđina fótgangandi.  Landslag er ţar of bratt fyrir hesta og ţví ekki annađ ađ gera en nota tvo jafnfljóta.  Ţórólfur tók viđ taumnum og viđ mćltum okkur mót viđ Hölkná.

Langahlíđ er erfiđ yfirferđar en hćgt er ađ ganga hana ađ mestu leiti eftir áraurum og bökkum Jökulsár.  Einstaka sinnum ţarf ţó ađ klífa bakkann og ganga bratta hlíđina ţar sem ţverhnípt er niđur í ána.  En ferđin gekk ađ óskum en engin kind fannst á ţessari leiđ, frekar en á öđrum leitarstöđum ţessa smaladags.

Kjötsúpa ađ HildarseliViđ riđum í Hildarsel í rökkri og hittum ţar fyrir félaga okkar frá öđrum leitarsvćđum.  Viđ áttum von á fleiri smalamönnum ţetta kvöld, Bjarna Marons frá Ásgeirsbrekku ásamt tveimur félögum hans, Sigurgísla og Gunnari Valgarđsyni.

Ţađ var komiđ ađ ţví ađ bjóđa sveitarmönnum upp á lostćti hafsins og viđ Einar skárum niđur hákarlsbeitu, frá Reimari Vilmundarsyni, og bárum fram ásamt ýsu og smjöri.  Smá Svartidauđi spillir ekki bragđinu af ţessu hnossgćti og ljóst ađ ţađ átti fullt erindi upp í óbyggđir Austurdals.  Krćsingunum var gerđ góđ skil og varla eftir skán eđa rođ fyrir smalahundana.  Í framhaldi var borin fram kjötsúpa, framleidd úr sérvöldu feitu lambakjöti úr Dalnum.  Yfir borđum var margt skrafađ og margar sögur sagađar.  Ţórólfur sagđi okkur ferđasögu Karlakórsins Heimis til Ísafjarđar um áriđ ţar sem međal annars var komiđ viđ á knćpu bćjarins, ţar sem ţessi vísa varđ til:

Krókar hanga laust viđ vang

losta svangir hanga

Yndi í fangi eykur gang

inn á Langa Manga

S.H.

Hér var komiđ ađ stóru stundinni ţar sem aukafundur Gangnamannafélags Austurdals skyldi haldin.  Venja er ađ halda fund á laugardagskvöldi í smalaferđ, en ađalfundir eru haldnir fyrsta föstudag í mars á hverju ári.  Ákveđiđ var ađ bíđa međ fundinn ţar til liđsafli smalamanna bćrist heim í bć en ţeir komu um tíuleitiđ, í kolniđa myrkri.

Aukafundur GangnamannafélagsinsSvona fundir geta tekiđ tíma enda margt ađ rćđa.  Skúli Skúlason frá Útivist var formlega tekinn inn i félagiđ og vonandi mćtir hann á ađalfundinn í mars.  Vangaveltur um vćntanlega skálabyggingu viđ Fossá tók sinn tíma en innlegg Gísla á Frostastöđum yfirskyggđi ađra umrćđu fundarins.  Gísli hafđi náđ GSM sambandi viđ Gísla Rúnar af fjallinu um daginn, sem nú er fjarri góđu gamni og býr út í Manchester á Englandi.  Gísli Rúnar hafđi reiknađ út ađ međalaldur Gangnamannafélagsins vćri orđiđ 58,2 ár og stefndi í ađ meirihluti gildra lima vćru orđin löggilt gamalmenni.  Huga ţyrfti ađ handföngum og sliskjum fyrir hjólastóla í Austurdal, enda vćru menn dettandi fram úr kojum og guđ má vita hvernig hćgđir ganga á ófullnćgjandi kamri á hverjum morgni.  Tvennt vćri í stöđunni ađ áliti Gísla; ađ yngja upp í félaginu eđa fara út í gagngerar lagfćriáningar á húsakostum og búnađi.  Nokkrir töldu ađ félagiđ ţyldi ekki of mikiđ af ungu fólki, og bentu á síbylju Rásar 2 og Bylgjunnar ţví til sönnunar.  Kannski menn fćru ađ spila Michael Jackson eđa Bubba Morteins á kvöldvökum smalamanna?  Myndi félagskapurinn bera sitt barr eftir ţađ? 

Ávallt reiđubúinnLjóst má vera ađ hér er hápólitískt mál á ferđinni sem erfitt verđur úrlausnar.  Hinsvegar eru helstu forkólfar félagsins engir aukvisar og ljóst ađ málinu verđur lent međ einum eđa öđrum hćtti.  Undir ljúfum tónum skagfirskra söngmanna klöngrađist undirritađur upp á loft  til ađ halda á vit drauma sinna, úrvinda eftir átök dagsins og hvíldinni feginn eftir góđan dag í frábćrum félagsskap.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • 20161205- DSC2854
 • IMG_8134
 • DSCN0163
 • Flakagæði
 • DSCN0163

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 25
 • Frá upphafi: 268323

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 15
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband