Gengiš į Snęfell

SnęfellEftir aš hafa hlašiš batterķin ķ žrjį daga aš lokinni göngu į Löšmund var feršinni heitiš į hęsta fjall landsins utan jökla, Snęfell.  Viš vorum fjögur saman ķ žessari ferš og komum til Egilsstaša ķ 22°og sólskyni.  Viš žurftum aš bęta viš vistir žar sem reiknaš var meš fjórum dögum į fjöllum.  Aš Snęfelli gegnu var feršinni heitiš sušur ķ Lónsöręvi noršan Vatnajökuls.

karahnjukur.jpgŽaš var hlżtt og gott vešur žegar komiš var ķ Snęfellsskįla en žokuslęšingar léku um fjallstinda og sįst ekki tangur né tetur af įfangastašnum.  Žaš var komiš fram yfir hįdegi žegar lagt var af staš en viš lentum ķ smį töfum viš įrhvķsl skammt frį upphafstaš göngunnar.  Ungt spęnst par hafši fest bķlinn ķ mišri įnni og var okkur bęši ljśft og skyld aš bjóša fram ašstoš.  Bķllinn var af geršinni Suzuki Shift, sem sumir halda aš sé jeppi en ķ raun og veru er žetta algerlega gagnslaus bķll į hįlendi Ķslands.  Ekki tókst aš losa bķlinn og renndum viš žvķ upp ķ skįla til aš leita aš kašli til aš draga hann.  En enginn var spottinn og žvķ uršum viš aš skilja pariš eftir, reyndar ķ 20° hita og sólarglennum milli žokulufsunnar.  En vandręši žeirra stóšu ekki lengi žar sem viš męttum fallgöngufólki strax ķ upphafi uppgöngu sem vorum meš kašal ķ jeppa sķnum og ętlušu žau aš koma Spįnverjunum til hjįlpar. 

_var_og_ger_ur_1018347.jpgAšspurš sögšu žau okkur aš engin fjallasżn hefši veriš uppi į Snęfelli vegna žokuslęšu sem umlukti toppinn.  Žetta voru vonbrigši en héldum žó ótrauš įfram leišinni į toppinn sem er ķ 1.833 metra hęš.  Ķ fyrstu eru brekkur aflķšandi, vķša ķ skrišum en žó greinilegur slóši en fljótlega eykst brattinn og gengiš upp skrišurunnar hlķšar.  Žaš er stöšugt į fótinn og ķ um 1.400 metrum er komiš į snjó, en fęriš var gott og žrįtt fyrir bratta var gangan aušveld ķ öruggum sporum.  Į uppleišinni blasti Hįlslón viš meš eyju sinni, Kįrahnjśk, nyrst ķ stöšuvatninu og rétt viš ašal stķfluna.  Ekki spillti žetta mannvirki ķ mišri nįttśruperlu śtsżninu og séš śr žessari fjarlęgš og hęš var engu lķkara en žetta vęri sköpunarverk almęttisins.  Ķ raun fylltist mašur undrun og smį stolti yfir žeim verkfręšiafrekum sem žarna hafa veriš unnin, til aš nżta brįšnandi vatn śr Brśarjökli til aš skapa tekjur og beinharšan gjaldeyri fyrir Ķslenska žjóš.  Į sama tķma var hęgt aš glešjast yfir žvķ aš Eyjabakkasvęšinu vęri aš mestu borgiš og betri kostur frį nįttśruverndarsjónarmišum skyldi hafa veriš valin.  Aš vķsu er lķtil stķfla nyrst į Eyjabakkasvęšinu en  žó ašeins svipur hjį sjón mišaš viš upphaflega įętlun og įšur en virkjun Hįlslóns kom til._tsyni.jpgĮ leiš į toppinn

Žegar viš nįlgušumst tindinn reif hann žokuna af sér, svona rétt til aš opna okkur žį stórkostlegu sżn sem žį tók viš.  Žekktasta kennileitiš var konungur Ķslenskra fjalla, Heršubreiš sem reis tignarlega ķ noršri og gnęfši yfir Kįrahnjśkum.  Góš yfirsżn var yfir Vatnajökul meš sķn 2.000 metra hįu Kverkfjöll nęst, en Hvannadalshnśk mįtti greinilega sjį syšst ķ jöklinum.  Vel sįst til Hofsjökuls og mįtti greina Arnafellin tvö ķ noršvestur.  Viš virtum fyrir okkur gönguleiš nęsta dags sem nś lį fyrir fótum okkar.  Žį yrši gengiš frį Snęfellskįla ķ Geldingarfellskįla sušur af Eyjabökkum.

gott_utsyni.jpgŽaš er stórkostlegt aš njóta tindsins eftir erfiša uppgöngu og žegar vešriš dekrar viš mann og gefur möguleika į žvķlķku augnkonfekti sem śtsżni af Snęfelli er.  Žaš fylgir žvķ įkvešin sigurvķma, ekki bara aš hafa lagt į sig erfišiš, heldur aš njóta heppninnar aš žokunni skyldi feykt ķ burtu į réttum tķma.  Fólkiš sem gekk į undan okkur hafši ekki įrangur sem erfiši žar sem žokan byrgši alla sżn.

En undirritašur var ekki til setunnar bošiš į toppi Snęfells.  Restin af gönguhópnum var vęntanlegur ķ Snęfellsskįla og gert rįš fyrir žeim upp śr kvöldmat.  Nś var komiš mišaftanbil og žvķ žurfti aš hafa hrašar fętur til aš koma sér ķ skįlann og taka į móti feršafélögunum meš heitri ķslenskri kjötsśpu.  Žaš er ekki laust viš aš mašur finni fyrir žvķ aš mišaftanbil er tekiš viš ķ lķfinu sjįlfu žegar hlaupiš er nišur Snęfell til aš elda sśpu.  En einhvernvegin er hęgt aš stilla į sjįlfstżringu og litli heilinn, sem ręšur ósjįlfrįšum hreyfingum, tekur öll völd og ręšur för og hraša og finnur fótum festu ķ hverju spori.valkyrur_a_svaefelli.jpg

Žaš žarf ekki aš oršlengja žaš aš sśpan var tilbśin į réttum tķma og lķkaši vel.  Svo vel aš Reykjavķkurbörnin ķ hópnum vildu endilega fį ,,uppskriftina"  Svona til aš klįra frįsögn af ferš į Snęfell žį er uppskriftin hér fyrir nķu manna hóp:

 

1 nišursagaš lambalęri

Slatti af lauk

Slatti af gulrófum

Slatti af gulrótum

Slatti af kartöflum

Gręnkįl

Sśputeningar

Sśpujurtir

Salt og pipar

 

Til aš ekki žurfi hnķf og gaffal til aš njóta sśpunnar er kjötiš skoriš ķ teninga og žaš sķšan sošiš, įsamt beinum.  Į mešan kjötiš sżšur er gręnmetiš skoriš nišur ķ teninga.  Žegar kjötiš hefur sošiš ķ rśman klukkutķma er öllu mešlętinu bętt śtķ og sošiš ķ hįlftķma.  Slökkt undir og sśpan er tilbśin.  Nastarovja.toppurinn_sigra_ur.jpgkarahnjukur_1018352.jpg


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Okt. 2018
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nżjustu myndir

 • 20161205- DSC2854
 • IMG_8134
 • DSCN0163
 • Flakagæði
 • DSCN0163

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (17.10.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 25
 • Frį upphafi: 268323

Annaš

 • Innlit ķ dag: 1
 • Innlit sl. viku: 15
 • Gestir ķ dag: 1
 • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband