Friðlandið að Fjallabaki

Næsti áfangastaður eftLandmannalaugarir Skaftafell var Friðland að Fjallabaki og ókum við í hlaðið við tjaldstæðið í Landmannalaugum í 18° hita og sól, en smá strekking.  Hér leggur maður ekki í að setja upp stóra tjaldið og göngubúnaðurinn látin duga, enda erfitt að reka tjaldhælana í harðan jökuleirinn, en enginn jarðvegur er á þessu svæði.  Notast er við steinhnullunga til að halda við stögin, sem dugar ágætlega fyrir göngutjöld.

Við ákváðum að fara í ,,stuttan göngutúr" fyrir kvöldið og ganga á Bláhnjúk.  Ferðin reyndist hinsvegar fjögurra tíma gangur, en var hverra mínútu virði.  Við höfðum áður gengið á þetta fjall og reyndar víðar í kringum Landmannalaugar, en útsýni yfir líparít fjöllin er stórkostlegt.  Bláhnjúkur er ekki hæsta fjallið á svæðinu en ber þó af t.d. Háöldu hvað karakter snertir.  Það er vel á fótinn að ganga upp bratta skriðurunna brekkuna, en góður stígur er þó alla leið, enda fjölfarin leið.  Á toppnum er útsýniskífa og því frábært að virða fyrir sér umhverfið og átta sig örnöfnum nær og fjær.  Vel sést til Vatnajökuls og Sveintinds, sem vekur upp góðar minningar um góða ferð á tindinn yfir Langasjó fyrir nokkrum árum. Torfajökull og Mýrdalsjökull í suðri og síðan frábært útsýni yfir nágrenni Landmannalauga, Brennisteinsöldu og Laugarhrauns.  Eins og innan seilingar má sjá Löðmund sem verður næsti áfangastaður okkar, sem er tilkomumesta fjall í Friðlandinu.

Á BláhnjúkÍ Landmannalaugum og Hrafntinnuskeri er mikið af hrafntinnu.  Hrafntinna er svart eldfjallagler, venjulega úr líparít sem hefur storknað hratt á yfirborði og ekki gefist tími til kristalmyndunar, og þykir hún sérlega falleg á Torfajökulsvæðinu, dílalaus, svört og gljáandi.  Laugahraun er líparíthraun sem storknað hefur sem kolsvör hrafntinna og virkar bæði stórkostlegt og hræðilegt þar sem það heldur utanum Landmannalaugar og virðist hafa stöðvast nákvæmlega á réttum stað til að veita skjól án þess að flæða yfir laugarsvæðið.Útsýni af Bláhnjúk

Við gengum niður að norðanverðu, upp undir Brennisteinsöldu, og síðan í krákustíga í gegnum hraunið þar til komið er i Grænagil.  Gilið dregur nafn sitt af grænu líparíti en blár litur er einnig ríkjandi í því.  Þarna er villugjarnt en leiðin er stikuð og því auðvelt að rata rétt leið.

Við mynni gilsins hittum við fyrir verslunarstjóra ,,Mountain Mall" sem er gróin verslun í Landmannalaugum  og státar ekki bara af miklu vöruúrvali, heldur góðu verði.  Upphaf verslunarinnar, sem rekin er í gömlum herrútum, var sala á silung sem grisjaður var úr vötnum í nágrenninu og hugkvæmdist stofnanda verslunarinnar að selja fiskinn ferðamönnum.  Hægt er að fá kaffisopa í versluninni og við hlið hennar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

RauðkollurEftir góða gönguferð var hressandi að bregða sér í laugina og skola af sér ferðarykið.  Þetta er sennilega þekktasta náttúrulaug landsins og örugglega sú mest sótta af ferðamönnum.  Volgur lækur rennur í gegnum laugina þannig að vatnið er alltaf hreint og tært, þrátt fyrir fjölda gesta frá morgni til kvölds.Grænagil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 283871

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband