Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Vestfiskur sjávarútvegur - grein í Mbl

 

Í vandaðri greiningu AtVest á atvinnulífi Vestfjarða kemur margt áhugavert í ljós.  Sjávarútvegur er 53% af hagkerfinu og þá er ekki tekið tillit til afleiddra greina sjávarútvegs, s.s. þjónustuaðila.  Sjávarútvegur er því undirstaða atvinnulífs en næst þar á eftir er opinber þjónusta.  Sá böggull fylgir hinsvegar skammrifi að vestfiskur sjávarútvegur stendur illa, er mjög skuldugur og hefur lélegan rekstarafgang (EBITA) miðað við meðaltal á landinu, en það er mæling á árangri óháð skuldum.  Til að reksturinn gangi upp þyrfti að lækka skuldir sjávarútvegsfyrirtækja um tugi milljarða ásamt því að finna leiðir til að bæta reksturinn að öðru leyti.  Niðurstaðan er sú að greinin stendur ekki undir sér að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. að hvorugt frumvarp sjávarútvegsráðherra gangi í gegn.  Því til viðbótar eru blikur á lofti á öllum okkar mikilvægustu mörkuðum vegna efnahagsástands í Evrópu, en þegar má greina að dýrustu afurðir hafa gefið eftir í verði.

Verði frumvörpin tvö að lögum lítið breytt er ljóst að menn þurfa ekki að kemba hærurnar.  Það má orða það þannig að óvissu í vestfirskum sjávarútvegi væri þar algerlega eytt og staða greinarinnar myndi þá liggja fyrir.  Sú niðurstaða þyrfti ekki endilega að vera þjóðhagslega óhagkvæm en sanngjarnt gagnvart þeim sem hér vilja búa að þeir viti hvar þeir standa.

Tveir af þingmönnum fjórðungsins hafa barist með hnúum og hnefum fyrir þeirri leið og eru þá tilbúnir að taka þá áhættu sem því fylgir.  Undirritaður hefur reyndar á tilfinningunni að ákvörðun þeirra byggi meira á heift út í einstaklinga og einhverju leyti hugmyndafræði um að greinin skuli rekin með ráðstjórn en ekki markaðsbúskap.   Eru tilbúnir að gera tilraun með að nota skipulag þar sem ákvarðanir um hver veiðir hvar, hvernig og hvenær verði teknar pólitískt í ráðuneyti í Reykjavík.  Margur hefði talið að þetta hafi verið fullreynt á síðustu öld með ógnvekjandi afleiðingum.

Það eina sem getur bjargað Vestfjörðum er öflugur sjávarútvegur sem rekin er á markaðslegum forsendum.  Til þess þarf hann að ná vopnum sínum og vera samkeppnisfær við það besta sem gerist á Íslandi, og þar með í heiminum.  Við þurfum að komast upp úr heiftinni og leðjuslagnum í leit okkar að slíkum lausnum.  Hvað þarf til að rétta hag vestfirsks sjávarútvegs þannig að hann geti staðið undir góðum lífskjörum í fjórðungunum?  Hvernig getur greinin staðið undir góðum launum og laðað til sín vel menntaða einstaklinga?  Takist það ekki er tómt mál að tala um öflugt samfélag á Vestfjörðum.


Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 283910

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband