Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Fiskmarkaðir á Íslandi

Mikil umræða hefur verið undanfarið um að allur fiskur eigi að fara á markað, og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (fiskvinnsla án útgerðar) reka háværan áróður fyrir lagasetningu vegna þessa. Spurningin er hvort aðskilnaður veiða og vinnslu sé þjóðhagslega hagkvæmur? 

Markaðsdrifin virðiskeðja

Enginn vafi leikur á því að fiskmarkaðir hafa skilað íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum og með
tilkomu þeirra hefur sérhæfing aukist og ný tækifæri skapast fyrir fiskvinnslur, og þar með aukin verðmætasköpun í greininni. Fiskmarkaðir gera framleiðendum mögulegt að velja til sín hráefni og losa sig við afla sem ekki hentar þeim markaði sem vilja sinna, og eiga fiskmarkaðir sinn þátt í að í að
færa virðiskeðju sjávarútvegs úr því að vera veiðidrifin yfir í að vera markaðsdrifin. Framleiðandi kannar markaðinn og tekur síðan ákvörðun um hvað skuli veiða og hvar, til að fá rétt hráefni á réttum tíma til afhendingar samkvæmt óskum viðskiptavinarins. Í dag eru fyrirtæki að afhenda flóknar afurðir eins og fersk flakastykki inn á hátt borgandi markaði í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem  meginkrafan er gæði, sérstaklega hvað varðar líftíma vöru og afhendingu. Náin samvinna í virðiskeðju er forsenda fyrir slíkri framleiðslu!

Uppboðsmarkaðir skila ekki bestu gæðum

Það er einmitt mergur málsins að flókin vinnsla fyrir kröfuharða kaupendur kallar á mikið skipulag í virðiskeðjunni allt frá veiðum til neytanda. Náið samstarf veiða og vinnslu er nauðsynlegt til að ná  líkum árangri og einmitt þar stöndum við Norðmönnum framar í samkeppni, en þeir eru með algeran aðskilnað veiða og vinnslu í sínu sjávarútvegsumhverfi. Það er vel þekkt úr þróuðum iðngreinum, eins og bílaiðnaði, að þar er löngu hætt að nota uppboðsmarkaði fyrir íhluti. Náin samvinna við birgja er lykilatriði til að standa við kröfur markaðarins og tryggja rétt gæði.

Undirritaður starfaði í Sri Lanka og kynnti sér vel veiðar og vinnslu túnfisks þar í landi. Mest allur túnfiskur er seldur á uppboðsmörkuðum, en gæði aflans  eru mjög léleg og engin tengsl virðast vera á illi gæða og verðs. Nokkur fyrirtæki framleiða túnfisk beint á Evrópumarkað og er verðmæti þeirrar  ramleiðslu margfalt á við heimamarkaðinn. Hráefnið  kemur frá eigin bátum, eða með beinum  amningum við útgerðir en uppboðsmarkaðir standa ekki undir þeim gæðum sem markaðurinn krefst.  Þjóðarhagsmunir

Fiskvinnsla án útgerðar álítur að með þvingun til sölu á uppboðsmörkuðum muni hráefnisverð lækka til fiskvinnslu og samkeppnisstaða þeirra sjálfra batna. En Íslendingar mega ekki skera á þau nánu tengsl sem hér hafa þróast í virðiskeðju sjávarafurða og láta meiri hagsmuni ganga fyrir minni. Ekki má setja reglur sem draga úr verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Fiskmarkaðir eru bæði nauðsynlegir og skapa mikil verðmæti, en engin ástæða er til að þröngva mönnum til viðskipta við þá. Slíkur aðskilnaður veiða og vinnslu er ekki þjóðhagslega hagkvæmur.


Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 283866

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband