Sósíalisminn í Frakklandi

Reglulega kenna andstæðingar ESB sambandinu um atvinnuleysi og öðrum vesaldómi í Frakklandi. Þetta er auðvitað ekki rétt og óþarft að fara yfir lækinn til að finna sökudólg í Brussel. Málið er að franskt efnahagslíf er helsjúkt eins og vel kemur fram hjá efnahagsráðherranum. Vinnumálalöggjöfin er svo brengluð að fyrirtæki þora ekki að ráða, þó vel gangi, þar sem nánast ómögulegt er að reka starfsmenn eða fækka þeim aftur.

Það er einhvernveginn þannig að vinstri menn hafna hvötum í kerfinu og halda sig við ákvðein barnaskap. Rétt eins og umræðan er hér á landi um vsk og matarskattinn. Í raun ætti að taka skrefið til fulls og hafa eitt vsk stig. Málið er ekki flækjustig við að rukka skattinn heldur hvernig svona gloppur í skattlagningu brengla markaðinn.

Litlar líkur eru á að dusilmennið hann Hollande breyti efnahagsástandinu í Frakklandi. Hann veit reyndar að hann þarf að taka hægri beygju, en sósíallistarnir í flokknum hans hafna því. Þannig mun áfram fjara undan Frökkum. og það er ekki Þjóðverjum að kenna.


mbl.is „Frakkland er sjúkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt hjá þér, Gunnar. Þegar efnahagsráðherra næststærsta hagkerfis Evrulanda lýsir efnahagslífi land síns sem sjúku, þá hlýtur að vera mark á því takandi. En þar með er ein helsta stoðin undir efnahag Evrunar veik, þar sem þrjú af fjórum helstu hagkerfum Evrulanda eru lömuð af atvinnuleysi og engum hagvexti eða jafnvel samdrætti. Ítalía og Spánn eru hin þar í hópi. Þýskaland á að draga þennan vagn og meira, en getur það varla með 0,8% hagvexti.

Brussel verður ekki frá þessu skilin, hvort sem ESB er hænan eða eggið. Ef þrjár af fjórum helstu löppum Evrulanda-stólsins eru fúnar, þá stendur hann bara uppi á sósíalista- lyginni.

Ívar Pálsson, 17.9.2014 kl. 10:03

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gætir þú skýrt út, Gunnar, hvaða gloppur það eru sem þú ert að vísa til varðandi vsk-inn á Íslandi og hvernig eitt skattþrep myndi breyta því?  Mig langar bara að fræðast um þessa sýn þína.

Er síðan alveg sammála því, að franskur atvinnumarkaður hefur lengi glímt við alvarleg vandamál.  Þeir gátu áður en evran var tekin upp fellt frankann nokkuð frjálslega til að bregðast við því.

Marinó G. Njálsson, 17.9.2014 kl. 10:17

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að fáir haldi því fram að euroið sé sjálft orsök vandræða Frakklands, enda ná þau í sjálfu sér mun lengra aftur í tímann.  Mig minnir að það hafi verið árið 1972, sem fjárlög Frakklands voru síðast án halla.

En þegar efnahagsstjórnunin er ekki takt við gjaldmiðilinn og gjaldmiðillinn stjórnast af einhverju allt öðru en efnahagsstjórnuninni og efnahagsástandinu þá aukast vandræðin stig af stigi, rétt eins og er að gerast hjá Frökkum nú.

Það væru auðvitað minni vandræði á Eurosvæðinu, ef allir væru eins og Þýskaland, en sú er einfaldlega ekki raunin.

G. Tómas Gunnarsson, 17.9.2014 kl. 11:09

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er nú ekki rétt

Það var "franc fort" pólitík Delores og Trichets sem eyðilagði efnahag Frakklands. Geymið ekki að aðdragandi evrunnar hét ERM og EMS og það var ERM og EMS sem lá að baki "franc fort" pólitíkinni í Frakklandi, sem hafði engan annan tilgang en að leggja frönsk stjórnmál í rúst, þannig að Delores og Trichet gætu komið landinu fyrir á valdaöxli Lotharinga sem er burðarásinn í eyðileggingu Evrópu með evrunni. Þessi svik þessara ESB-smjattpatta lögðu frönsk stjórnmá í rúst til frambúðar svo að landið gæti orðið hinn skiffinnskulegi knapi sem pískaði kerruna Þýskaland áfram. 

Aldrei hefur nein eins eyðileggjandi peningapóltík verið viðhöfð í Frakklandi eins og "franc fort" pólitíkin var. Í Frakklandi hafði mönnum aldrei komið til hugar skilja peningapólitíkina eftir í höndum evru-nasista og aðskilda frá frönskum stjórnmálum. Delores og Trichet sáu um að ljúga sig fram með þessa pólitík með aðstoð þýska seðlabankans. Gersamlega var farið á bak við frönsku þjóðina.

En þarna hafið þið þetta; Frakkland er loksins formað og meitlað til sem afsteypan af ERM I og ERM  II og ERM III = fyrirsæta myntbandalagsins. Það er svona sem allt ESB átti að verða. Spegilmynd af disaster Delores og Trichets.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2014 kl. 18:00

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo laug Mitterand því í beinni sjónvarpsútsendingu framan í frönsku þjóðina 1992 að það kæmi aldrei til greina að peningapólitísk málefni franska lýðveldisins yrðu nokkurn tíma sett í hendurnar á ókjörinni klíku embættismanna uppi í turni ECB-aukaseðlabanka Þýskalands, segðu Frakkar já við Maastricht. En öllu illu var hins vegar hótað ef þeir segðu nei.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2014 kl. 18:12

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

G. Tómas Gunnarsson hittir naglann þó nokkuð vel á höfuðið

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2014 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 283904

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband