Frásögn í sjómannablaði Vesturlands 2014 II

Björgun skipsbrotsmanna af Svani ÍS 214

Einar HáldánssonEftir gifturíka björgun kom Sólrúnin í land í Bolungarvík um ellefu að kvöldi, töluvert ísuð enda tommu þykk stögin orðin um fet að gildleika. Í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins sagði skipstjórinn, Hálfdán Einarsson, að þeir hefðu verið að veiðum um tvær mílur norður af staðnum þar sem Svanurinn fórst. Varðskipið Þór hafði heyrt neyðarkall þar sem það lá undir Grænuhlíð og kallaði út á flotann hvort menn hefðu heyrt í neyðarbylgju á 2182. Neyðarkallið var skýrt og fumlaust þar sem gefin var nákvæm staðsetning slyssins.

 

 

 

Feðgarnir Háldán Einarsson og Einar Hálfdánar

Hálfdán brást fljótt við og byrjaði umsvifalaust að skipuleggja leit að skipbrotsmönnum, enda staðfest að þeir hefðu komist í björgunarbát. Þröstur Sigtryggson skipherra á varðskipinu tók síðan við skipulagningu leitar en leitarskilyrði voru afleit, hvassviðri og mikil sjór og gekk á með éljum.

Það var byrjað að skyggja og hugðist Hálfdán biðja skipsbrotsmennina um að skjóta upp blysi þar sem erfitt var að koma auga á gúmmí bát við þessar aðstæður. Hann áttaði sig á að sendistyrkur neyðartalstöðvarinnar fór að dofna og taldi því víst að hann væri að fjarlægjast björgunarbátinn. Hálfdán tók þá afdrifaríka ákvörðun um að snúa við og við það varð styrkur sendingar frá skipsbrotsmönnum sterkari. Þegar hér var komið var komið myrkur og þreifandi bylur og var komin upp sú hugmynd að fresta leit fram í birtingu næsta dag. Eftir að hafa haldið til baka frá flotanum í nokkurn tíma fann hann björgunarbátinn.

Haft var eftir Hálfdáni í Morgunblaðinu „neyðartalstöðin var farin að dofna en skyndilega heyrðum við skýrt í stöðinni og skyndilega birtist ljósið á toppi björgunarbátsins við bakborðshlið Sólrúnar upp úr klukkan sex, en þá vorum við staddir um 18 mílur norður af Deild". Hálfdán taldi betra að láta varðskipið taka skipsbrotsmennina um borð, bæði væri betri aðstaða og tæki til björgunar til að ná mönnum um borð í myrkri og ólgusjó. Áhöfnin á Sólrúnu vissi ekkert um líðan mannanna um borð í gúmbátnum en um 20 til 30 mínútur liðu frá því að þeir fundu bátinn þar til skipsbrotsmenn voru komnir í öruggt skjól um borð í Þór. Það kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins að skipstjórar í Bolungarvík sem þátt tóku í leitinni, báru mikið lof á Jón, skipverja Svansins sem hafði með talstöðina að gera í gúmbátnum, leikni hans og kunnáttu ásamt yfirvegun við þessar aðstæður. Jónvar einmitt nýkominn af björgunarnámskeiði og kunni því vel til verka. Augljóst má vera að hefði hann ekki gefið út staðsetningu á slysstað strax í upphafi hefði leitin orðið mun ómarkvissari. Með staðsetningu höfðu björgunarmenn upphafspunkt og gátu út frá honum reiknað út rek gúmbátsins af völdum strauma og vinds.

thor.jpgHálfdán Einarsson átti einstaklega gæfuríkan feril sem skipstjóri og var eftirsótt að komast í skipsrúm með honum. Hann var hógvær maður, en bar svo sterkan persónuleika að allir hlustuðu þegar hann lagði eitthvað til málanna. Þekkt var það að hann byrsti sig sjaldan. Ef hann þurfti sem skipstjóri að skipa mönnum fyrir og honum þótti ekki nægilega vel eða hratt brugðist við, endurtók hann orð sín, án þess að hækka róminn og bætti við, „segi ég". Það nægði alltaf. Einar Hálfdánsson sonur hans var stýrimaður þennan örlagaríka dag með föður sínum. Einar naut sömuleiðis mikillar virðingar allan sinn starfsferil og það mjög að verðleikum. Báðir voru þeir feðgar miklir aflamenn, fóru vel með og einstaklega glöggir og minnugir á alla hluti.

Fyrir margt löngu heyrði undirritaður viðtal við Þröst Sigtryggson skipherra á varðskipinu Þór þar sem minnst var á þessa atburði. Bar hann mikið lof á skipstjóra Sólrúnar sem hann sagði að hefði átt frumkvæði að skipulagi leitar, þar sem hann reiknaði út strauma og rek og síðan var flotanum raðað upp í einfaldri röð og siglt yfir það svæði sem líklega var að gúmbátinn væri að finna. Hann naut aðstoðar Hálfdáns við að skipuleggja leitina enda vandfundinn betri maður sér við hlið í krefjandi verkefni.

Þungu fargi var létt af Bolvíkingum þegar fréttir bárust af björguninni en mikil blóðtaka hafði verið meðal sjómanna við Djúp árin á undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 283866

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband