Borgaraleg réttindi á Íslandi

Fátt skiptir mig meira máli en borgarleg réttindi og staða einstaklings gagnvert ríkisvaldinu. Þær tvær pólitísku stefnur sem mest hafa brotið á mannréttindum eru sósíalismi og þjóernishyggja. Fyrrnefnda stefnan er talin hafa tortrýmt 100 milljónum mannslífa og sú síðari um 25 milljónum, bara á síðustu öld.

Þess þvegna hef ég, sem frjálshyggjumaður, verið hugsi yfir því hvernig staðið hefur verið að eftirmálum "hrunsins". Nærtækast í því er aðförin að Geir Haarde sem kallar fram ótta við það fólk sem þar fór fram. En ekki síður hvernig staðið hefur verið að rannsókn og refsingum gagnvart athafnamönnum sem taldir eru valdir af hruninu. Einhvernvegin er eins og ríkisvaldið og saksókn þess stjórnist af hefnigirni og þörfinni á að þóknast blóðþorsta almennings. Slíkt er auðvitað algerlega á skjön við borgaraleg réttindi og réttarkerfið eins og það er hugsað. Refsingar eru til að fæla menn frá því að brjóta lög, betrumbæta þá eða halda hættulegum einstaklingum frá samfélaginu. Alls ekki að þjóðfélagið sé að hefna sín á þeim vegna misgjörða þeirra. Allir eiga sinn einstaklingsrétt og ófært að nánast afmennska menn vegna þess að þjóðin kenni þeim um hrunið. Eftir Kastljósþáttinn í gærkvöldi þar sem Sigga Dögg ræddi við Ólaf í Samskipum er ég mög hugsi yfir því máli. Í rauninni fór hún algerlega halloka í samtalinu. Rökþurrð og komin út í horn. Ég hafði ekki velt þessu máli mikið fyrir mér en við megum ekki gefa okkur að einhver sé glæpamaður og taka þá réttinn af honum sem einstakling. Fjölmiðlar verða að skoða málin án þess að elta almenningsálitið og hafa kjark til greina staðreyndir. Ég óttast að ríkisvaldið og fjölmiðlar hafi farið offörum í þessum hrunmálum!


mbl.is Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 283869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband