Sjávarútvegsumræðan

 

Samkeppnishæfni  sjávarútvegs

Umræðan um sjávarútveginn hefur oftar en ekki verið óvægin og ósanngjörn, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar er að ræða og engin grein skilar meiri tekjum í ríkissjóð. Sem er reyndar óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi þar sem í flestum öðrum löndum er sjávarútvegur rekinn með ríkisstyrkjum. Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks sjávarútveg og það ætti að vera þjóðinni kappsmál að hægt sé að viðhalda yfirburðum okkar. Sem dæmi njóta helstu samkeppnisaðilar okkar, Norðmenn, umtalsverðra styrkja frá ríkinu. Það var einmitt niðurstaða McKinsey skýrslunnar um Íslenskt efnahagslíf að sjávarútvegur stæði sig best varðandi framleiðni fjármagns og vinnuafls. En hvað veldur þessum fjandskap og slæmu umræðu um þessa mikilvægu atvinnugrein?

Mikil verðmætasköpun

Á sama tíma og íslenskur landbúnaður kostar hvert mannsbarn á Íslandi um hundrað þúsund króna á ári í hærra vöruverði og skattgreiðslum, og sjávarútvegurinn skilar rúmlega þeirri upphæð í samneysluna, eru þeir síðarnefndu oftar en ekki skotmark í þjóðfélagsumræðunni, uppnefndir og þeim fundið allt til foráttu. Eitt dæmi um umræðuna er þegar eitt öflugasta útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki landsins vildi kynna nýja tækni fyrir starfsmönnum sínum, og ákváðu við tímamótin að bjóða þeim upp á ís í tilefni dagsins, var því snúið upp á andskotann og ekki stóð á fjölmiðlunum að hamra á málinu á sem neikvæðastan hátt.

Framfarir í sjávarútveg

Undirritaður hefur einmitt verið við vísindastörf í umræddu fyrirtæki og tók sérstaklega til þess hve vel er gert við starfsmenn á vinnustaðnum. Tekið er á móti starfsfólki með kjarngóðum morgunverði við upphaf vinnudags, á borðum liggja ávextir og meðlæti með kaffinu í huggulegum matsal, og í hádeginu er boðið upp heitan mat. Þetta er ekki undantekning í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og orðin frekar regla, enda skilja stjórnendur að mikilvægt er að halda í góða starfsmenn, minnka starfsmannaveltu og lágmarka fjarvistir. Miklar framfarir hafa orðið í þessum efnum, bæði til sjós og lands í sjávarútveg á undanförnum árum, ekki vegna opinberra krafna heldur vex skilningur atvinnugreinarinnar á mikilvægi mannauðs í rekstrinum.  Með aukinni tæknivæðingu þarf að bæta menntun í fiskvinnslu til að takast á við auknar kröfur framtíðar og í framhaldi ættu launin að hækka. Líkt og raunin er hjá sjómönnum þarf fiskvinnslufólk að fá hlutdeild í þeim miklu tækifærum sem ný tækni býður upp til að auka framleiðni.   

Gróa gamla á Leiti

En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu og hverjir kynda undir og viðhalda þessar slæmu ímynd sjávarútvegs á Íslandi? Nýlega var forystugrein í BB á Ísafirði þar sem fyrrverandi þingmaður skrifaði um öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða. Dylgjurnar og óhróðurinn er slíkur að Gróa á Leiti hefði roðnað af skömm. Hvergi er minnst á staðreyndir heldur byggt á sögusögnum og fullyrt að ástæðan fyrir því að öll þessi meintu mál voru látin niður falla, hafi verið fyrir„húk“ lögreglunnar, svo notað séu orð höfundar. Í sömu grein vitnar hann í fyrsta maí ræðu verklýðsforingjans á staðnum þar sem hann stillir launþegum upp sem kúgaðri stétt sem sé undir hælnum á atvinnurekendum. Uppstillingin er gamalkunn og þar er þessum aðilum stillt upp sem óvinum og ekki sé hægt að bæta hlut sinn nema á kostnað hins. Það er illt að hafa svona óábyrga verkalýðsleiðtoga sem ekki sjá möguleikana á því að bæta hag beggja þar sem hagsmunir atvinnurekanda og launþega fara algjörlega saman. Báðir þessir aðilar ættu að gera sér grein fyrir að um 80% af hagkerfi Vestfjarða byggir á sjávarútveg og samstöðu en ekki sundrung þarf til að snúa neikvæðri þróun byggðar við í fjórðungnum. Viðurkenna það sem vel er gert og taka þátt í framförum í Íslenskum sjávarútveg í stað þess að níða hann niður.

 


Finnbogi og Sjálfstæðiflokkurinn

Oftar en ekki er erfitt að átta sig á pólitískum stefnumálum vinstrimanna og hver sér raunveruleg málefni sem þeir berjast fyrir. Stundum virðist manni að hatur þeirra á Sjálfstæðiflokknum sér pólitískur drifkraftur þeirra og það sé mikilvægara að ná sér niður á honum en vinna samfélagi sínu gagn. Eitt dæmið er héðan úr Ísafjarðarbæ þar sem þeir fengu bæjarfulltrúa flokksins til að verða bæjarstjóraefni sitt fyrir síðustu sveitarsjónarkosningar, vitandi að hann var ekki heppilegur í embættið, en það var aukaatrið miðað við hugsanlegt tjón hjá óvininum. Þetta skín í gegnum allar umræður í dag þar sem allt er gert til að sverta flokkinn, jafnvel þó að sameignlegt tjón sér mikið og trúverðugleiki stjórnmálanna sé í húfi, Þá er það tilvinnandi til að koma fólki með ákveðna lífskoðun illa.

Í BB um daginn ræðst Finnbogi Hermannsson fram á ritvöllinn með sögulegar skýringar á því hversu spilltur Sjálfstæðisflokkurinn er og það fólk sem styður stefnu hans. Líkt og með Göbbels forðum skiptir sannleikurinn engu máli, þegar sama lygin er sögð nógu oft verður hún að sannleika. Ein saga hans er nægilega gömul til að treysta megi að engin muni hvernig hún var í raun, og hún sögð með þeim hætti að sanni hverslags spillingarbæli Sjálfstæðisflokkur er. Sagan er um þegar Guðmundur Marinósson var ráðin sem forstjóri Fjórðungssjúkrahússins og tekin fram yfir þáverandi bæjarfulltrúa vinstri manna, Hall Pál. Á þessu árum var Sjálfstæðiflokkurinn í minnihluta með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Stungu þeir fyrst upp á Guðmundi í starfið og greiddu honum atkvæði sitt. Hallur Páll gat ekki stillt sig og greiddi mótatkvæðin en aðrir sátu hjá. Það sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir var að þar með var atkvæðagreiðslunni lokið með ráðningu Guðmundar.

Svona var nú þessi saga en það sem hún sýnir að Hallur Páll, umsækjandi um starfið, sat ekki hjá eða vék af fundi þó hann ætti mikilla persónulegra hagsmuna að gæta. Vinstri menn í bæjarstjórn höfðu ákveðið að ráða hann til starfans, með hans atkvæði, en skripluðu á skötunni í fundarsköpun.

Tilgangurinn helgar meðalið og Finnboga finnst greinilega eðlilegt að ganga í spor Gróu á Leiti til að ná sér niður á óvininum og þá skiptir sannleikurinn engu máli. Hálfkveðnar vísur, getgátur og skrök er hiklaust notað, enda málstaðurinn „góður“


Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Júní 2016
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband