Frelsi einstaklingsins

Um daginn gekk ég ásamt fleirum hluta af Jakobsveginum á norður Spáni. Við fjalltopp einn komum við að minnisvarða um 92 einstaklinga sem voru teknir af lífi af böðlum fasista í borgarastyrjöldinni þar í landi, sem háð var frá 1936 til 1939. Þetta var fjöldagröf fjölskyldna, fólks á öllum aldri og meðal annars konur og börn. Með morðunum voru fasistar að senda skilaboð til íbúa héraðsins um að standa ekki með sósíalistum og lýðveldissinnum í styrjöldinni. Líkamsleifar fórnarlambanna fundust nýlega, um 80 árum eftir morðin, og reistur hefur verið minnisvarði um þennan hryllilega atburð.

20180901_102522

Nú er það svo, að ganga um Jakobsveginn gengur að hluta út á íhugun og vangaveltum yfir lífinu og tilverunni. Þessi minnisvarði sótti svo á mig og ég upplifið álíka tilfinningu og þegar ég gekk um slóðir Berlínarmúrsins og sá fyrir mér þann þjóðarglæp sem kommúnistar frömdu í Austur Þýskalandi. Það sótti á mig hversu mikilvægt frelsi einstaklingsins, lýðræði og mannréttindi eru, ásamt ríkisvaldi sem þjónar einstaklingum en ekki öfugt. Það sló niður í huga minn þeirri einföldu staðreynd að hefði ég verið uppi á Spáni á þessum tíma hefði ég barist við hliði á sósíalista. Ég hefði aldrei getað fylgt málstað og stefnu fasista. Slíkt er algjörlega á móti öllu því sem ég trúi á og stend fyrir.

Nú er ljóst að sósíalismi er engu betri en fasismi, eins og hann birtist okkur í gegnum söguna. Sporin hræða; frá Sovétríkjunum sálugu, Kína Maos, Kúbu o.sfr. Enn sjáum við hvernig sósíalismi rústar heilu samfélögunum eins og í Venesúela og nú stefnir í hörmungar í Niguracua. Ég geri hér skýran greinarmun á krötum eins og stjórnað hafa í Evrópulöndum, þar sem lýðræði, frelsi og réttindi einstaklingsins eru höfð í hávegum, frá sósíalistum (kommúnistum). Lýðræðissinnaðir kratar notast við markaðshagkerfi til að byggja upp öflugt samfélag sem staðið getur undir velferðarkerfi og jafna kjör.

En hvernig hefði þá hægri maður eins og ég getað barist með sósíalistum á Spáni? Málið er að lýðveldissinnar (lýðræðisöflin) börðust með sósíalistum gegn helstefnu fasismanns. Í raun hefði altaf komið upp til uppgjörs milli þessara aðila ef sigur hefði unnist, en það voru fasistar undir forystu Fransisco Franco sem fór með sigur af hólmi. Fasistar töldu fólki trú um að þeir myndu virða eignarréttinn og halda í gamla góða siði, með stuðningi kaþólsku kirkjunnar og tryggja stöðugleika undir öflugu ríkisvaldi. Það sem fylgdi með í kaupunum var algjört vald ríkisins yfir einstaklingunum. Einstaklingurinn var til fyrir ríkið og fórnir til að viðhalda öflugu ríki, var réttlættur. Þarna kemur samlíkingin við sósíalismann en frjálshyggjan gerir ráð fyrir að ríkið sé til fyrir einstaklinginn.

 

20180901_103050Það er áhugavert að velta fyrir sér stöðunni í dag þegar fasismi er með vind í seglum í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum. Það er trúin á sterkan leiðtoga, sem blæs í seglin, manni sem getur leiðrétt meint óréttlæti og komið skikki á hlutina. Hann lætur verkin tala þar sem embættismenn og kerfið geta ekki staðið í vegi fyrir „leiðréttingunni“.  Eins mikið og það getur litið vel út að sterkur leiðtogi geti gengið í málin vafningalaust án þess að kerfið sé að þvælast fyrir og náð þannig skjótum „árangri“ þá er það dýru verði keypt og uppskeran önnur en sáð er til.

Nákvæmlega eins og Trump er að gera í Bandaríkjunum. Sem forseti getur hann í skálkaskjóli þjóðaröryggis sett reglugerðir um allskyns hluti og breytt samskiptum við vinaþjóðir sem allt í einu eru orðin ógn við þjóðaröryggi. Gengið er gegn þeirri meginstefnu Bandaríkjanna að auka alþjóðaviðskipti og í staðinn koma á einangrunarstefnu; sem verður öllum íbúum jarðarinnar til tjóns. Við upplifum það á þessum skrítnu tímum að brjóstvörn lýðræðisins er farin í stríð við fjölmiðla, og gætu sett kúrsinn í sömu átt og Ungverjar, Tyrkir og Rússar. Sannleikurinn skiptir engu máli og allt snýst um að segja hlutina nógu oft til að þeir verði sannir. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður rifjar upp þá aðferðafærði úr sögu síðustu aldar.

Það sem undrar mig þó mest er sá stuðningur sem þessi öfl hafa hjá fólki sem maður hélt að tryði á lýðræði og frelsi. Tryði á borgaraleg réttindi, frjáls viðskipti og markaðhagkerfi, en stendur allt í einu með öflum sem geta aldrei samrýmst þeim hugsjónum. Í lokin vil ég hvetja alla til að lesa „Veröld sem var“ eftir Stefan Zweig þar sem lýst er uppgangi nasisma í Þýskalandi og Austurríki á síðustu öld. Það er hugsandi fólki þörf lesning og víti til að varast.


Borgaraleg réttindi á Íslandi

Fátt skiptir mig meira máli en borgarleg réttindi og staða einstaklings gagnvert ríkisvaldinu. Þær tvær pólitísku stefnur sem mest hafa brotið á mannréttindum eru sósíalismi og þjóernishyggja. Fyrrnefnda stefnan er talin hafa tortrýmt 100 milljónum mannslífa og sú síðari um 25 milljónum, bara á síðustu öld.

Þess þvegna hef ég, sem frjálshyggjumaður, verið hugsi yfir því hvernig staðið hefur verið að eftirmálum "hrunsins". Nærtækast í því er aðförin að Geir Haarde sem kallar fram ótta við það fólk sem þar fór fram. En ekki síður hvernig staðið hefur verið að rannsókn og refsingum gagnvart athafnamönnum sem taldir eru valdir af hruninu. Einhvernvegin er eins og ríkisvaldið og saksókn þess stjórnist af hefnigirni og þörfinni á að þóknast blóðþorsta almennings. Slíkt er auðvitað algerlega á skjön við borgaraleg réttindi og réttarkerfið eins og það er hugsað. Refsingar eru til að fæla menn frá því að brjóta lög, betrumbæta þá eða halda hættulegum einstaklingum frá samfélaginu. Alls ekki að þjóðfélagið sé að hefna sín á þeim vegna misgjörða þeirra. Allir eiga sinn einstaklingsrétt og ófært að nánast afmennska menn vegna þess að þjóðin kenni þeim um hrunið. Eftir Kastljósþáttinn í gærkvöldi þar sem Sigga Dögg ræddi við Ólaf í Samskipum er ég mög hugsi yfir því máli. Í rauninni fór hún algerlega halloka í samtalinu. Rökþurrð og komin út í horn. Ég hafði ekki velt þessu máli mikið fyrir mér en við megum ekki gefa okkur að einhver sé glæpamaður og taka þá réttinn af honum sem einstakling. Fjölmiðlar verða að skoða málin án þess að elta almenningsálitið og hafa kjark til greina staðreyndir. Ég óttast að ríkisvaldið og fjölmiðlar hafi farið offörum í þessum hrunmálum!


mbl.is Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein á ensku um ofurkælingarverkefnið

Introduction

The following article “Super-chilling Fish” was published in the Icelandic fisheries magazine Sjávarafl on 18th of January 2017, the first issue of that year.[1] The title in original is: “Ofurkæling á fiski” or “Super-chilling Fish”. The author is Gunnar Þórðarson, consultant at Matís, an Icelandic Food and Biotech R&D institute. Matís is a government owned, independent and non-profit research company, founded in 2007.[2] Matís write on their website: “We pursue research and development aligned to the food and biotechnology industries as well as providing Iceland’s leading analytical testing services for public and private authorities”.[3] More information can be found on Matís’ website: www.matis.is.

The Sub-chilling project

The super-chilling project has been in development for some time; for the last few years, the food processing solution company Skaginn 3X , in collaboration with representatives from Fisk Seafood, have been considering the possibility of super-chilling whole whitefish. Later, the two companies collaborated with Matís, a government owned research company in Iceland, on the subject. The aim was to investigate whether super-chilling was possible and what the effect would be on quality and production. Super-chilling means cooling a whole fish down to below zero degrees Celsius immediately after it has been caught/slaughtered; in traditional cooling methods the fish is chilled with ice to around 0-4 degrees Celsius.

The super-chilling method was first tested and used on pelagic fish, where the fish was cooled to below freezing point with no ice used neither during fishing nor in the production process. In the academic world the idea of super-chilling was not new and much research had been carried out, primarily in Norway, and mostly on salmon. The Norwegian research on salmon was mostly conducted in a lab where the environment was controlled, but showed positive results in connection with product quality and storage life. Skaginn 3X, in collaboration with Matís, did experiments on super-chilling using blasts of cold air and fresh slush ice, which revealed a problem with surface freezing in the cooling system.

Additional experiments on super-chilling had been conducted by Skaginn 3X, in collaboration with Fisk Seafood in the town of Sauðárkrókur along with Iceprotein, an Icelandic biotech company.

The question that arose was whether it was possible to emulate the results of these experiments outside of the controlled conditions of the laboratory and if it was viable on an industrial scale. Furthermore, if it was possible to control the super-chilling process so it would be fast enough to prevent large ice crystals forming in the flesh of the fish, thus avoiding water loss in the product and a lower yield of fish. After considering the initial outcomes of the aforementioned research, Fisk Seafood decided to ask Skaginn 3X to develop a completely new and previously unknown method for cooling whitefish and use it aboard the fishing vessel Málmey SK 1.

Málmey

Later, experiments were made with the cooling of haddock after rigor mortis. The purpose of the experiments was to explore the feasibility of exporting fresh fillets abroad. The super-chilled product was compared with traditionally cooled raw material, and the production process was monitored. The results showed that the super-chilled product had better fillet quality and a higher-value yield. The temperature during packaging was under zero degrees, without the fish being frozen, in contrast with higher temperatures customary in traditional fish production and cooling.

Repeated experiments gave similar results and in continuation, a wild cod was super-chilled right after it had been slaughtered, before rigor mortis. The fish was prepared in an isolated tub and was transported without ice to Fisk Seafood in Sauðárkrókur. In collaboration with the research company Iceprotein, the product was analysed and the fish compared to traditionally cooled raw material. Results were not clear enough and a need was felt for further research on the benefits of super-chilling. The next steps involved doing experiments on farmed salmon, and in August the same year a visit was made to Grieg Seafood in Alta, Norway and experiments conducted on farmed salmon. Results regarding super-chilling were positive, and the board of the company Grieg Seafood announced they wanted to take the research further and offered to provide funding for the project.  

Other research on super-chilling

In theoretical terms, super-chilling means freezing 5-30% of the water content of the fish. Much research has been conducted on the subject and in short, the outcome is that super-chilling, with the right treatment, can improve the quality of the product considerably. When utilizing super-chilling, it is important to cool the product fast to reduce the risk of ice crystals forming within the fish, which can cause damage in the cellular structure of the flesh. The main rule is that smaller crystals cause less damage to the cellular structure of the flesh, whilst larger crystals can cause more damage. Crystals grow bigger when the chilling process is slower, and furthermore, instability during storage can also cause crystals to grow. Bigger crystals damage the walls of the muscle cells and the product loses some of its natural juice, which makes the texture of the fish chewy and dry – taste deteriorates and yield is reduced due to this water loss.

There is much to gain when utilizing super-chilling as it reduces the growth of microorganisms and development of enzymes, which in turn prolongs the lifetime of the product. Super-chilling reduces loss of water in the product during storage, increases fillet quality and makes filleting more efficient as the resulting firmer material is easier to handle. The researchers’ results on super-chilling showed that there was a great deal to gain. Using the fish itself as a refrigerant in the super-chilling process can improve the cold chain production of fresh fish considerably and therefore increase the quality of the fish on fresh fish markets. The main problem that arose was how to manage the production on an industrial scale, which would be more complicated than in the controlled environment of the laboratory.

IMG_7115

During our research the aim was to freeze only 10-20% of the water content of the fish, to reduce the risk of freeze damage due to ice crystals.

 

 

 

 

 

The Super-chilling Project

The biggest problem the researchers faced with super-chilling was that the surface of the fish froze during the cooling process, which was carried out either with blasts of cold air or with fresh slush ice. When cooling through to the centre of the fish, the surface and the thinner part of the fish had a tendency to freeze, which in turn caused crystals to form in the flesh and therefore caused quality deterioration. This problem was overcome by using a new technique made possible with Skaginn 3X’s RoteX system whereby the fish is cooled in brine, which is in turn cooled by heat exchange.[5] At the freezing point, – which is slightly below zero degrees Celsius due to the fat content of the fish – phase transition takes place and excessive, latent heat needs to be removed from the fish to start the freezing process.

By entering the phase transition process, a considerable latent energy is formed in the fish, which in turn provides benefits during the storage of the fish and transportation to secondary producers or to the market. Super-chilling lowers the temperature of the fish below zero degrees in one or two hours while cooling with ice can take many hours.

Matís, 3X Technology/Skaginn and Grieg Seafood received a research grant from Norske Forskningsradet to begin experiments utilizing super-chilling on salmon in collaboration with their client, the fish manufacturing company Hätälä in Finland. The project started in the beginning of 2015. Matís, Skaginn 3X and Jakob Valgeir got a research grant from Atvest - The Economic Development Agency for the Westfjords region – in 2015 to develop super-chilling of cod onboard fishing vessels. The project reached a breakthrough when it won a grant from Nordic Innovation and Rannís to develop the super-chilling concept further, to demonstrate the exceptional standard of the method and furthermore, to introduce it to the fishing industry and to fish farming companies.

A broad range of companies got together to develop the super-chilling method: research companies and fish industry companies involved in initial and further processing of salmon, as well as equipment producers. The following parties took part in the super-chilling project: Skaginn 3X, Matís, Fisk Seafood, Iceprotein, Grieg Seafood, Hätälä Finland and Norway Seafood. The aim of the project was to develop a method that could increase the quality in the production of seafood and farmed fish products, especially on fresh fish markets.

In 2015 Matís, Skaginn 3X, Arnarlax and Íslandssaga collaborated to specifically study the effect super-chilling has on rigor mortis in cod and salmon. The collaboration was made possible with a grant from the AVS fund.

IMG_2164

With the introduction of Málmey SK 1, an important step was taken in the development of super-chilling of whole fish, and in the beginning of 2016 the vessel Málmey SK 1 was equipped with state-of-the-art apparatus for super-chilling from Skaginn 3X.[6] An important milestone was reached when an entire catch was super-chilled[7] aboard ship at the point of slaughter, and kept under the right conditions until further handling down the production line, all without use of ice. Extensive research has been carried out on super-chilling in Sauðárkrókur, aboard Málmey, and in Reykjavík, Ísafjörður, Bíldudal, Suðureyri, Norway, Finland and Denmark.

Research outcome

All research on the subject has now been concluded and a final report on the extensive super-chilling project is being made. Three reports on smaller projects have already been issued and are accessible on Matís’s website.

Fillet quality

To determine the fillet quality in salmon, an approved Norwegian method was used, whereby the quality is measured from 0 (best) to 3-5 (worst). Fillet quality (taken from the same catch) was compared: on the one hand super-chilled raw material and on the other, raw material cooled in a traditional way.  

A trained professional performed evaluation of the product three to seven days from slaughter. All results were in favor of the super-chilled product and the difference between the two methods was greater than expected. Image 4 shows a summary of the results where the elasticity of the fillets, firmness and gaping were compared. The tests, conducted in Finland and Japan, were very prominently in favor of super-chilling, and the biggest difference was seen in gaping, as shown in Image 4.

Results on super-chilling of cod were not as decisive, yet the results were generally in favor of super-chilling.

IMG_2569

 

 

 

 

 

 

 

 

Rigor Mortis Stage

Research results showed considerable difference in contraction after rigor mortis on super-chilled fish when compared with traditionally cooled fish. Increased cooling slows down the contraction process and results in up to four times less contraction in the fish. Powerful contractions cause pulling between muscles and bones and can cause gaping in fillets.  Fillet gaping is one of the biggest quality problems in fish fillet production, whether it is in seafood or salmon.

IMG_1556

Simulators from Skaginn 3X in Ísafjörður were used to monitor and measure the production process as a function of time by filming the contractions and photographing the final results. Image 5 shows the difference in contraction between super-chilled cod and traditionally cooled with ice down to zero degrees, before filleting and rigor mortis.

Videos of the contractions have been put on YouTube and the web address is:

https://www.youtube.com/user/3XtechnologyIceland  

 

 

Microorganisms and chemistry

A considerable difference is seen in microorganism growth, including spoilage bacteria, between the two groups in cod and salmon, demonstrating the advantage of the super-chilling method. This does not come as a surprise as the lower temperature reduces the activity of microorganisms and enzymes. This lengthens the lifespan of the product, which is very positive, especially when considering fresh fish. The difference can amount to an increase of up to three to four days in product lifespan, according to the research on super-chilling.

Water holding capacity

Measurements of the water holding capacity of the fish and water loss when storing are important quality variables when assessing the effects of super-chilling. If the cooling process is too slow and too deep, it can cause the formation of ice crystals that can damage fish muscle cells, reduce the water holding capacity and cause water loss in the fish. This in turn affects the quality as the fish muscle becomes tougher and drier by losing its natural juice.

Furthermore, there is potential financial loss if the fish loses weight. Research results in this area show that super-chilling, if correctly applied, increases the water holding capacity of the fish after a few days of storage. Water loss is reduced in a super-chilled product compared to traditionally cooled products as well as in products that have been thawed. Super-chilling projects on salmon show the same results, but the water holding capacity of cod was reduced during extended storage time, when compared to traditional raw material. It is important to keep in mind that stable storage temperature is necessary, as even a small deviation below the freezing point can cause the formation of large ice crystals.   

Yield

According to research outcomes, the yield of super-chilled salmon is higher than that of traditionally cooled salmon. Less of a difference is seen in super-chilled cod, although its yield seems to be considerably higher compared to when it is traditionally cooled. Super-chilled fish is firmer, which in turn makes the fish more manageable to fillet and makes it easier to remove the skin. The problems associated with filleting soft fish are well-known, and deskinning through a skinning machine is also troublesome. On the other hand, it might become necessary to adapt processing machines to the super-chilled raw material, which will further increase the yield of the super-chilled products.

Production

The production of super-chilled salmon gave excellent results and many experiments have been conducted comparing it to traditional raw material in Finland and Denmark. Grieg Seafood super-chilled[8] up to ten tons of salmon in a RoteX spiral system, produced by Skaginn 3X, and transported it to Hätälä and to Norway Seafood. The production gave much fewer filleting failures than the traditional way of processing raw material and therefore less trimming was needed before packing. More muscle remained intact, as was noted in the chapter on fillet quality. The temperature of the packed salmon, after filleting, trimming, pin boning and slicing/portion cutting was under -1 °C. The salmon was transported in both EPS boxes and in 660-liter tubs. Super-chilled salmon was kept without ice for up to nine days before going into further production, and the super-chilled salmon showed consistently superior results where quality and production were concerned. In order to compare the effect of transportation on super-chilled and traditionally cooled products, two tubs of raw material processed according to the two methods were transported under the same controlled conditions.

The iced salmon was markedly wrinkled because of the ice in the tub, but this problem was absent in the transportation and storage of the ice-free super-chilled salmon.DSCN0154 

Málmey SK 1 has been using super-chilling[9] aboard for around two years and has landed 20 000 tons of fish during that time. No ice was used aboard, the fish was kept in the fish hold after being super-chilled in a RoteX tank and the fish hold was constantly kept under zero degrees. Fisk Seafood in Sauðárkrókur keeps the catch under the same conditions before it goes further into production as light-salted fish and as fresh fish for export. Aboard Málmey SK 1, there are three RoteX tanks that are all adjusted to different cooling times, in order to correctly and evenly cool the different sizes of fish. The system is completely automated, it categorises the fish into different tanks and into different temperatures. If ice were used aboard the vessel it would have to take around 5 tons of extra weight in each fishing trip. Being free of ice saves a lot of work aboard the vessel as icing fish in the fish hold is both a time-consuming and laborious job. As the RoteX solution aboard Málmey has been a success, new ships from HB Grandi will be equipped with the RoteX tanks and the automated fish holds, which will allow more time to bleed and gut the catch.

Flakagæði

Arnarlax, a salmon production company located in Bíldudalur, has invested in Skaginn 3X’s RoteX bleeding and cooling system and are slaughtering up to 50 tons of salmon per day.

As customer reaction was positive, the company has reduced the amount of ice they put in the boxes and aim for a completely ice-free super-chilled product. The salmon is cooled to below zero degrees, which is crucial for quality and extended shelf life of the product. The difference between packing iced salmon at 4-6 °C, with the ice chilling the fish down to 0 °C in a few hours, and super-chilling it down below 0°C quickly, brings about unequivocal changes in product quality. The market has been open to the change and Arnarlax salmon is already a sought after product, sold at the highest prices while quality problem costs are at a minimum.

 On the other hand, super-chilling is not yet a widely known nor accepted method, but as soon as the market accepts this new technique, Arnarlax can take the final step and dispense with all ice in its transportation.

DSCN0163

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Transportation, distribution and environmental effects

Iceless transportation of fresh fish opens up many exciting opportunities. Around 900.000 tons were transported by land from North Europe to markets in Central Europe in 2015 and around 237.000 tons were transported by air to Asia. To keep the raw material cool, approximately 132.000 tons of ice were used in trucking (6.600 trucks) and around 24.000 tons in flight to Asia (160 Boeing-747 Jumbo-Jet airplanes). The main problem with the transportation of iced salmon in tubs was the raw material being damaged by the pressure of the ice, but that problem is completely eliminated in iceless super-chilled products (see Image 7).

The transportation of iceless super-chilled raw material can enormously reduce the carbon footprint of the industry, when compared to traditional transportation that is in use at present.

IMG_8134

During the super-chilling projects, iceless salmon was transported on a large scale from Finnmark in Norway to Finland and Denmark. Samples were sent by flight from Finnmark to Iceland, Japan and Dubai. Arnarlax exported super-chilled salmon to San Francisco with transit through New York. The results were excellent. In all cases the temperature was under zero degrees on reception of the product and quality was noticeably better than in traditionally cooled salmon that was also transported for comparison.

For decades the fishing industry has been using ice to keep raw material cold and to maintain quality in the supply chain. It is understandable that many feel skeptical when one-day ice as the best way to keep seafood fresh is abandoned and ice free cooling is promoted.

It is only natural that people are initially unconvinced about such revolutionary ideas and need time to think it over. Fisk Seafood showed remarkable foresight and courage when investing in Málmey SK 1, before it was possible to guarantee that the idea would work. No doubt this prescience has helped pave the way for the idea and it bodes well for the continuation of the project.

As has been mentioned above, for super-chilling to work the temperature of the process has to be controlled with great precision. Skaginn 3X’s contribution, by developing the equipment, was invaluable in this respect and made possible a technique that was not achievable a short while ago.[10] In many scientific articles the belief in the theory was strong yet concerns were expressed about how it would be applied on an industrial scale. Skaginn 3X have already made many business deals regarding their super-chilling[11] solutions, both for the seafood industry and for salmon farming. The project shows how the collaboration between different parties; universities and the scientific community, producers in the seafood and fish farming industries as well as mechanical manufacturers, can make a difference in creating better value in the fishing industry and produce the best result.

20161205-_DSC2854The most important result of these projects is the opportunity that has been created to make fresh fish more competitive on the market, both for wild and farmed fish. Fish is in competition with other food products, such as chicken, pizza and pork. According to consumers, one of the main problems concerning the sale of fish is the sometimes unpleasant fishy smell or taste. Bad smell or taste is connected to spoiled fish, which has been produced or stored in the incorrect way or under inadequate conditions. With the advent of super-chilling, incredible opportunities have arisen to make the supply chain more efficient, from slaughter to customer. The idea has to be presented to all parties within the supply chain so they can maximise the increase in quality of fresh fish on the market as well as increasing the value of the catch and of farmed fish.

 


Laxeldi á Vestfjörðum (Vesturland apríl 2017)

Mikil átök

Mikil átök eiga sér stað vegna áforma um stórfellt laxeldi á Vestfjörðum, enda eru hagsmunir margir og misjafnir. Fyrir Vestfirðinga er málið stórt á alla mælikvarða og binda íbúar miklar vonir við að eldisframleiðslan geti snúið vörn í sókn til framtíðar. Á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað umtalsvert síðustu áratugina fækkar Vestfirðingum árlega og ekkert lát virðist vera á þeirri þróun. Helsta ástæða þessa er einhæft atvinnulíf og yngra fólk leitar í fjölmennið til að auka tækifæri sín á vinnumarkaði. Sjávarútvegur er yfir helmingur af hagkerfi fjórðungsins og yfir 80% með tengdum greinum. Eftirfarandi dæmi útskýrir mikilvægi þess að renna fleiri stoðum undir vestfirskt atvinnulíf: Vegna sjómannaverkfalls drógust útsvarstekjur janúarmánaðar í Bolungarvík saman um 25% en á sama tíma jukust þær hjá Vesturbyggð um 9%. Engin vafi er á að umsvif eldisfyrirtækja í vestanverðum fjórðungnum hafa dregið úr mikilvægi sjávarútvegs á svæðinu.

Miklir hagsmunir Vestfirðinga

Miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi er það sjálfsögð krafa íbúa Vestfjarða að umræða um uppbyggingu laxeldis verði málefnaleg og byggð á rökum. Andstæðingar laxeldis verða að gera sér grein fyrir þessum miklu hagsmunum og gera þarf kröfu til þeirra um að halda umræðunni innan faglegra marka. Frá árinu 1994 til 2011 fækkaði íbúum á Bíldudal um 45% og um 16% í Ísafjarðarbæ. Frá upphafi laxeldis hefur þessi þróun snúist við þar sem íbúum í Vesturbyggð fjölgaði um 9% fram til 2015, en áfram fækkaði í Ísafjarðarbæ um 9%. Viðsnúninginn á sunnanverðum Vestfjörðum má rekja beint til uppbyggingar í laxeldi. Miðað við bjartsýnisspár má gera ráð fyrir að næstu fimm árin verði allt að þúsund manns að vinna við laxeldi í fjórðungnum og um 400 manns við afleidd störf sem munu hafa mikil áhrif á verðmætasköpun og tekjur á Vestfjörðum.

Norskt laxeldi

Norðmenn framleiða um 1,3 milljónir tonna af laxi á ári og hefur framleiðslan tífaldast síðan 1970 sem er vöxtur um 8% ári. Um 28 þúsund manns starfa við greinina sem skilar um 640 milljörðum króna verðmæti ásamt um 320 milljörðum vegna afleiddrar starfsemi. Eldi er orðið mikilvægara en fiskveiðar og vinnsla ásamt því að skila umtalsvert dýrari afurð á markað. Nettó útflutningsverð á laxi er um 800 kr/kg en í sjávarútvegi er verðið innan við 300 kr/kg. Ef ekki kæmi til vandamál með laxalús er talið að framleiðsla Norðmanna gæti verið nokkrar milljónir tonna.

Laxeldi er hátæknigrein sem krefst margskonar sérfræðinga, ráðgjafa, vísinda- og tæknimanna. Ólíkt sjávarútvegi er mikið um undirverktaka við laxeldi, sem gefur mörgum tækifæri til að stofna sitt eigið fyrirtæki til að takast á við sérhæfð kefjandi störf. Greinin er því hátekjugrein og númer fimm í röðinni yfir hæstu laun á ársverk í Noregi og skilar um 43 milljónum króna að meðaltali á ári. Meðaltal atvinnugreina í Noregi eru 18 milljónir og til samanburðar skila fiskveiðar 14 milljónum króna á ársverk.

Áhættustýring

Nýleg reglugerð í Noregi hefur gjörbreytt stöðu við sleppingar úr eldiskvíum. En þó að lög og reglur séu ágæt hjálpartæki mun árangur aðeins nást með vilja og athöfnum eldisfyrirtækjanna. Segja má að staða íslenskra laxeldismanna sé einstök þar sem þeir standa í dag á núllpunkti og geta nýtt sér reynslu Norðmanna síðastliðna áratugi til að byggja upp umhverfisvænt laxeldi.

Skoða þarf alla virðiskeðjuna og gera sér grein fyrir kröfum markaðarins um sjálfbærni og umhverfismál, frá hrognum að fiski á diski neytandans. Ef íslensk eldisfyrirtæki gera þetta ekki munu þau ekki lifa af í samkeppni á markaði. Fyrirtækin verða að líta á sleppingar sem alvarlegan umhverfisvanda sem getur haft áhrif á villta laxastofna. Sleppingar eru slæmar fyrir viðskiptin og hafa mjög neikvæðar afleiðingar á orðspor. Eldisfyrirtækin þurfa að þekkja eldissvæðið og vakta það með reglubundnum hætti og nauðsynlegt er að gera áhættumat fyrir eldissvæði og kvíar og vera viðbúinn áföllum. Nota áhættumat, eftirlit og aðgerðaráætlun! Eldi er flókið fyrirbæri og því fylgir áhætta en mikil tækifæri eru til að takast á við þá áhættu og með réttum aðferðum. Eldisfyrirtæki þrífast ekki án góðs orðspors og munu umhverfismál, sjálfbærni og ábatasamt eldi fara saman hönd í hönd.

Laxeldi er umhverfisvæn matvælaframleiðsla

Eldi er nauðsynlegt til að framleiða prótein fyrir jarðarbúa og er mjög umhverfisvæn framleiðsla í samanburði við hefðbundin landbúnað. Kolefnisspor laxeldis er einungis 2,9 kg/CO2 á hvert neysluhæft kíló, en t.d. eru þetta 30 kg/CO2 í nautakjötsframleiðslu. Það þarf aðeins um 1,2 kg af fóðri fyrir lax til að framleiða kíló af afurð, sem býr við þyngdarleysi, á meðan nautið þarf um 10 kg. Ekkert pláss er fyrir stórfelda aukningu á hefðbundnum búskap enda ræktunarsvæði takmarkað. Eldi er hinsvegar stundað í þrívídd og þarf því miklu minna pláss.

Kynbætur og gelding

Kynbætur eldisfiska hafa að mestu snúist um að auka fóðurstuðul og vaxtarhraða. Vaxtarhraði hefur tvöfaldast á sjö kynslóðum og aðeins þarf um 1,2 kg af fóðri til að framleiða kíló af laxi. Upphaflega var hugmyndin með geldingu að seinka kynþroska og lækka kostnað við eldið. Mikilvægt er að seinka kynþroska þar sem mikið fóður fer í framleiðslu á kynfærum í staðin fyrir vöðva. Hér á landi hefur verið notast við háþrýsting við hrognaframleiðslu til að draga úr kynþroska seinna á eldisferlinum. Krafa framíðarinnar verður framleiðsla á ófrjóum laxi til að útiloka erfðablöndun við villta stofna og  tryggja hagsmuni náttúrunnar. Nýjustu aðferðir byggja á sameindaerfðafræði í laxakynbótum til að framleiða geldlax í eldiskvíum. Menn binda miklar vonir við sameindaerfðafræðilega aðferð (erfðamengja val) sem vonandi verður til þess að skapa meiri sátt um laxeldi í framtíðinni.

Varnir gegn sjúkdómum

Með auknu eldi eykst hætta á smitsjúkdómum í sjókvíum þar sem helstu áhrifaþættir eru þéttleiki í kvíum, umhverfisþættir, meðhöndlun fisks og almennt heilbrigði. Almenn dýravelferð verður æ fyrirferðameiri í umræðunni og er orðin rekstrarlegt fyrirbæri þar sem ekki næst árangur í eldi nema fiskinum líði vel. Til að draga úr smitdreifingu er fjarlægðardreifing eldisstöðva mikilvæg en smitsjúkdómar berast venjulega ekki lengri vegalengd í sjó en 2-3 km en fjarlægðarmörkin í dag á Vestfjörðum eru 5 km.

Tækifæri Vestfirðinga

Að teknu tilliti til þess sem hér hefur verið tæpt á ætti laxeldi á Vestfjörðum að vera vel innan áhættumarka. Um mjög spennandi atvinnugrein er að ræða sem gæti snúið íbúaþróun á Vestfjörðum við og gefið okkur tækifæri til sóknar. Fiskiðnaður er og verður mikilvægur í fjórðungnum en dugir ekki til að laða að ungt og vel menntað fólk og býður ekki upp á þau tækifæri sem vestfirskar byggðir þurfa til að blómstra. Ferðaþjónusta er vaxandi en mjög árstíðarbundin á Vestfjörðum og hefur ekki boðið upp á hálaunastörf. Laxeldið er einmitt það sem við þurfum til að snúa vörn í sókn.

„Transgourmet France“

 


Leiðar í Vesturlandi apríl 2017

Borgarleg réttindi og lýðræði hefur alltaf verið undirrituðum hugfengið og hefur litið á það sem mikilvægustu málefni stjórnmálanna, enda forsenda hamingju og efnahag almennings. Það er ekki sjálfgefið að þjóðir búi við þau skilyrði og þarf ekki að líta langt til að sjá hörmungar ofríkis, né fara langt í sögunni til að minna okkur á ógnir einræðis. Bókin „Veröld sem var“ eftir Stefan Sweig ætti að vera skyldulesning til að minna okkur á hversu hratt heimurinn getur breyst til hins verra og ógnir alræðisins tekur við. Það þarf stöðugt að hlúa að réttindum borgaranna og lýðræðis og berjast fyrir tilvist þeirra.

Þetta blað er gefið út til að upplýsa íbúa Ísafjarðarbæjar um hvernig meirihluti bæjarstjórnar treður á réttindum minnihlutans, sem þó gætir hagsmuna meirihluta kosningabærra manna. Án þess að bera starfshætti Í listans við þær ógnir sem vitnað er til hér að ofan, er rétt að benda á að mjór er sérhver vísir og mikilvægt að hlúa að lýðræði og virðingu fyrir minnihlutanum.

Eins og fram kemur í þeim greinum sem birtar eru í blaðinu virðist meirihlutinn taka sér viðhorf útrásarvíkings til fyrirmyndar „Ég á þetta og ég má þetta“. Viðhorfið virðist vera hjá Í listanum að þar sem þeir séu í meirihluta þurfi ekki að taka tillit til minnihlutans. Ekki sé þörf á að fara að viðurkenndum leikreglum að mál séu borin upp á bæjarstjórafundum, rædd þar síðan sé gengið frá þeim í sátt áður en málum er skilað til embættismanna til að framkvæma þau.  Það eru hinar lýðræðislegu leikreglur að meirihluti ráði og ekkert við því að segja.

Að einhverju leyti er um þekkingarleysi fulltrúa meirihlutans að ræða en oftar en ekki er um allgert tillitleysi og yfirgang að ræða. Mál sem hafa umtalsverð áhrif á stöðu bæjarsjóðs eru einfaldlega rædd í lokuðum hópum og án kynningar í bæjarstjórn eða bæjarráði. Bæjarstjórinn hefur ítrekað sagst vera bæjarstjóri Í listans og bætt við að hann hafi mikil völd þar sem hann sé pólitískt kosinn, sem er í meira lagi umhugsunarvert og ný skilgreining á skyldum æðsta embættismanns bæjarins.

Það er spurning hvort fyrirkomulag eins og Í listinn sem hefur meirihluta í bæjarstjórn sé góð lausn fyrir bæjarbúa? Engin þörf á að ræða málin við samstarfsflokk og ekkert bakland sem getur veitt aðhald. Gæti verið að fyrirferðamiklir einstaklingar taki völdin og ráði för? Svona lítil útgáfa af því sem tæpt er á hér í upphafi!


Þróun sjávarútvegs á Íslandi

Óábyrg umræða

Neikvæð umræða um sjávarútveginn er stöðugt undrunarefni, sérstaklega í ljósi mikilvægi atvinnugreinarinnar. Álitsgjafar og viðmælendur fjölmiðla byggja málflutning sinn oftar en ekki á vanþekkingu og meira á tilfinningum en rökhyggju. Enn og aftur er gripið til uppnefna í umræðunni og talað um „grátkórinn“ þegar bent er á áhrif gengisstyrkingar á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og talað er um hótanir um að flytja vinnsluna úr landi ef gengið verði ekki lækkað. Á meðan íslenskur almenningur upplifir aukinn kaupmátt og ódýrari utanlandsferðir vegna „hagstæðs gengis“er hin hliðin á peningnum að helstu útflutningsgreinar okkar sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan eiga virkilega í vök að verjast.

Erlend samkeppni

Í raun er aðeins verið að benda á þá staðreynd að með hækkun krónunnar aukast líkurnar á að fiskvinnslan flytjist úr landi, alla vega ef gengið er út frá því að íslenskur sjávarútvegur sé rekinn á markaðslegum forsendum. Hér er engin hótun á ferðinni heldur aðeins bent á þá staðreynd að fiskvinnsla verður ekki rekin á landinu nema hún standist samkeppni við erlenda keppinauta. Ekki er langt síðan óunninn gámafiskur var fluttur til vinnslu í Evrópu í miklu magni, sem hefur nánast verið óþekkt undanfarin ár. Fullvinnsla hefur hinsveger aukist mikið á Íslandi undanfarin ár, bæði í bolfiski og uppsjávarfiski. Íslenskur sjávarútvegur hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og brugðist við hækkun á innlendum kostnaði með aukinni hagræðingu og tæknivæðingu.

„Sátt“ um veiðigjöld

Veiðigjöld hafa jafnframt mikil áhrif á samkeppnishæfni og verið bent á það í umræðunni að þau auki samþjöppun í greininni, og því hærri sem þau eru munu færri og stærri aðilar veiða og vinna fisk á Íslandi. Stór fyrirtæki sem ráða yfir allri virðiskeðjunni frá veiðum til heildsölu munu einfaldlega yfirtaka smærri fyrirtæki sem ekki hafa borð fyrir báru til að standa undir íþyngjandi skattlagningu. Þetta er í sjálfu sér ekki alvont þar sem það eykur framleiðni og verðmætasköpun en rétt að menn geri sér grein fyrir þessu og láti það ekki koma sér á óvart þegar það raungerist. Séu þá með áætlun um hvernig bregðast eigi við t.d. byggðaröskun sem óumflýjanlega fylgir slíku róti í atvinnugreininni. Það veldur vonbrigðum að heyra sjávarútvegsráðherra hóta hækkun á veiðigjöldum til að neyða sjávarútveginn til að uppfylla; það sem honum finnst vera samfélagsleg ábyrgð. Það er mikilvægt að ráðamenn geri sér grein fyrir áhrifum veiðigjalda og hækkun á þeim verður varla gerð í sátt við atvinnugreinina.

Tæknivæðing

Með aukinni tæknivæðingu og sjálfvirkni er óumflýjanlegt að fækka þarf vinnsluhúsum og færri munu starfa við greinina í framtíðinni. Því fylgja nýjar áskoranir og ný tækifæri sem geta enn aukið á verðmætasköpun í greininni, eins og gerst hefur í uppsjávarvinnslu okkar Íslendinga. Einn fylgifiskur aukinnar tæknivæðingar er meiri þörf á fjármagni til að standa undir stórauknum fjárfestingum í greininni. Þetta virðist oft gleymast þegar álitsgjafar fjandskapast út í arðgreiðslur fyrirtækja, en enginn mun fjárfesta í þessari grein frekar en í annari án þess að reikna með ávöxtun þeirra fjármuna til framtíðar.

Hvað er samfélagsleg ábyrgð?

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja getur varla byggst á því úr hvaða Keflavíkinni er róið og jafn sárt er að loka vinnustað í Reykjavík og á Akranesi. Með nýrri tækni eins og vatnskurðarvélum og þjörkum aukast afköst á manntíma og þannig mun starfssmönnum og vinnsluhúsum fækka. Slíkri þróun geta þó fylgt mikil tækifæri þar sem í stað erfiðisvinnu verða til betur launuð tæknistörf. Það ætti að vera forgangsmál hjá sveitarfélögum og launþegahreyfingunni að taka þátt í slíkum breytingum með sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja hlutdeild starfsmanna í aukinni framleiðni í framtíðinni. Það er hin raunverulega samfélagslega ábyrgð að fyrirtæki, starfsmenn og samfélög leggist á eitt til að viðhalda samkeppnishæfni og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútveg til framtíðar. Að taka þátt í þróuninni og hafa áhrif hana á jákvæðan hátt er einmitt samfélagsleg ábyrgð.


Áralangt markaðsstarf í hættu

Verkfall er ofbeldi

Það er að æra óstöðugan að blanda sér í deilur sjómanna og útgerðar en verkfallið er ekki einkamál deilenda. Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein landsmanna, með meira en 40% af vöruútflutningi þjóðarinnar og um 24 þúsund manns starfa við sjávarútveg. Sjávarútvegur er sú grein sem sker sig úr þegar kemur að verðmætasköpun og framleiðni, hvort heldur er vinnuafls eða fjármuna. Íslenskur sjávarútvegur ber af í alþjóðlegum samanburði og hefur skilað íslenskum sjómönnum kjörum sem eru með þeim bestu sem þekkjast í heiminum.

Ritari er gamall verkalýðsforkólfur og þekkir á eigin skinni kjarabaráttu og átök við útgerðarmenn. Hann stóð fyrir löngu verkfalli á Ísfirskum fiskiskipum í lok áttunda áratugar síðustu aldar sem stóð vikum saman. Ekki það að hann vilji hreykja sér af því en á þessum tíma voru sjómenn á skuttogurum með þreföld bankastjóralaun. Með aldrinum vitkast menn og átta sig á því að verkfall er alltaf ofbeldi þar sem sneitt er hjá markaðslausnum og notast við þvinganir til að ná fram kröfum sínum. En margt hefur þó breyst síðan þetta var og rétt að benda á nokkur atriði.

Markaðsdrifinn sjávarútvegur

Á þessum tíma var íslenskur sjávarútvegur það sem kalla má auðlindadrifinn. Enn voru ólympískar veiðar stundaðar og fiskistofnar voru ofnýttir og sóknarþunginn allt of mikill. Það er ljóslifandi í minningunni þegar skipstjóri rakst í góðan afla á Halamiðum þá var  eins og hendi væri veifað komnir  100 togarar á vettvang og ljósin eins og að horfa yfir stórborg. Það stóð heima að menn náðu tveimur til þremur góðu hölum og svo var ævintýrið úti. Það tók oft á tíðum tíu daga að skrapa saman 100 tonnum, sem tekur í dag aðeins nokkra daga. Í dag er íslenskur sjávarútvegur markaðsdrifinn, einn af örfáum í heiminum, þar sem leitað er markaða og fiskurinn veiddur til að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Ólíkt auðlindadrifnum sjávarútveg sem gengur út á að lækka kostnað, snýst allt um að hámarka verðmæti. Selja afurðir inn á best borgandi kröfuharða markaði og stýra veiðum og vinnslu eftir þörfum neytandans.

Fiskveiðistjórnun í Færeyjum

Það er ekki tilviljun að í nýlegri skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir stjórnvöld í Færeyjum er lagt til að Færeyingar verði sporgöngumenn Íslendinga við stjórnun fiskveiða sinna. Eftir áralanga óstjórn skila botnfiskveiðar frændum okkar engum verðmætum þar sem kostnaður er hærri en tekjur. Öll verðmætasköpun í veiðum kemur annarsvegar frá uppsjávarveiðum úr flökkustofnum og hinsvegar þorskveiðum í Barentshafi. Meginniðurstöður sérfræðinganna eru; byggja upp veiðistofna, koma á aflareglu, koma á aflamarkskerfi (í dag nota þeir sóknarkerfi), bæta verðmætasköpun, takmarka erlent eignarhald og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun í eignarhaldi. Rétt er að taka fram að ein forsenda verðmætasköpunar er að fyrirtæki geti sinnt allri virðiskeðjunni, frá veiðum til markaðar. Slíkt er ekki leyft í Noregi og er einn helsti Akkilesarhæll norsks sjávarútvegs hvað varðar verðmætasköpun. Höfundar færeysku skýrslunnar telja reyndar að forsenda verðmætasköpunar sér að taka upp kvótaerfi og leyfa frjálst framsal, eins og reyndar flestar fiskveiðiþjóðir hafa tekið upp eða stefna að. 

Verðmætasköpun í sjávarútveg

Helstu ástæður verðmætasköpunar og framleiðniaukningar í íslenskum sjávarútveg eru einkum þrjár:

  1. Sterkari veiðistofnar
  2. Skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi
  3. Markaðsdrifin virðiskeðja

Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur tvöfaldast síðustu 30 árin sem einkum má skýra með fyrri tveimur atriðunum. Þriðja atriðið er ekki síður mikilvægt en það reyndar byggir á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Eina leiðin til að markaðsvæða virðiskeðjuna er einmitt eignarhald útgerðar á nýtingu auðlindarinnar. Ein af mikilvægum breytingum í markaðsmálum sjávarútvegs er sala á ferskum afurðum, en neytandinn er tilbúinn að greiða umtalsvert meira fyrir ferskan fisk í staðinn fyrir frosinn. Forsenda fyrir framleiðslu á ferskum afurðum er betri meðhöndlun á fiskinum í gegnum alla virðiskeðjuna. Gott dæmi um framfarir við þessa framleiðslu er nýsmíði togara sem eru mun betur útbúnir til að tryggja aflagæði en eldri skip. Hönnun skipanna gengur út á að tryggja betri meðhöndlun við blæðingu og kælingu ásamt því að létta störfin um borð og auka afköst sem eru einmitt forsenda framleiðniaukningar.

Verkfall veldur miklu tjóni

Nú eru hins vegar blikur á lofti og virðist sem áralangt markaðstarf sé fyrir bí vegna verkfallsins. Kaupendur í BNA og Evrópu snúa sér annað enda hafa þeir enga samúð með verkfalli á Íslandi. Það er undarlegt að sjómenn, sem búa við aflahlutdeildarkerfi, hafi engan áhuga á þessum þætti. Það ætti að vera stórmál fyrir þá að þessir markaðir tapist ekki, enda ef það gerist hefur það strax áhrif á fiskverð og þar af leiðandi kjör sjómanna. Hér er um miklu mikilvægara mál að ræða en þau sem deilt er um þessa dagana. Tjón vegna tapaðra markaða gætu haft áhrif á fiskverð í framtíðinni og þannig lækkað laun sjómanna. Það ætti að vera sameiginlegt markmið útgerðar og sjómanna að hlúa að þessum mörkuðum til að tryggja verðmætasköpun til framtíðar.

 

 


Áfengi og hamingnja

Áfengi

Ég hef ákveðið að hætta að drekka; um stundasakir! Hvers vegna? Ekki að þessi gleðigjafi sem áfengið getur verið hafi verið eitthvað vandamál, heldur er um heimspekilega spekúlasjón að ræða.

Hamingja

Þetta snýst allt um hamingju og hámarka hana eins og kostur er. Ég tel mig reyndar vera hamingjusaman em lengi má gott bæta. Hamingjan er nefnilega heimsálfa á meðan gleði, nautn og ánægja eru bara litlar eyjar eða tindar á leið manns um hamingjulandið. Inn á milli eru svo sorg og sút, svona skurðir og gil, sem einnig verða á leið mans. Án þeirra væri reyndar ekkert viðmið og erfitt að tala um hamingju ef óhamingja væri ekki til. Summa þessa alls ráða hamingjunni og því meira af því fyrrnefnda, eyjum og tindum, því líklegra að maður verði hamingjusamur.

Þá erum við komin að kjarna málsins! Áfengi getur verið mikill gleðigjafi, losað um spennu og fátt er betra en fá sér kaldan bjór eftir líkamleg átök eða fá sér rauðvínstár með elskunni sinni. Svo ekki sé talað um viskítár fyrir sálina. En áfengi fylgja vandamál, þó þau séu ekki félagsleg eða líkamleg hjá mér. Þekkt er að of mikil neysla getur spillt heilsu og margir eiga við mikil hegðunarvandamál að stríða vegna neyslunnar. Þó svo að ég standi ekki frammi fyrir slíkum vandamálum í dag þá vekur það forvitni mína hvort áfengi bæti líf mitt eða dragi úr lífsgæðum. Svo er það líka dýrt!

Efnafræði og boðefni

En málið er að við höfum innbyggt kerfi til að njóta tilfinninga eins og gleði, nautnar og ánægju, svo nokkuð sé upp talið. Heilinn býr yfir allskonar efnavirkni til að láta okkur líða vel, svokölluð boðefni. Við fáum adrenalín til að bregðast við hættu, dópamín til að örvunar og hvatningar, serótónín til að miðla málum og sættast, noradrenalín stendur fyrir kappakstur og hraða og hækkar blóðþrýsting og kemur í veg fyrir taugaáfall. Oxýtósín gerir okkur að einkvænisverum og veldur því að við sjáum ekki galla makans í allt að sjö ár; nógu lengi til að koma afkvæminu á legg og við fáum vellíðunartilfinningu þegar við höfum reynt mikið á okkur (endaorfin). Boðefnin veita okkur sælutilfinningar, munaðar og nautnar; hver kannast ekki við ástarbríminn þegar við erum ástfangin og svo ekki sé talað um samfarir. Sýnt hefur verið fram á að fólki líður vel þegar það gerir gott fyrir aðra og svo líður manni vel með sínum nánustu. Allir þekkja það þegar fjölskylda hittist yfir jólin hvaða vellíðunartilfinning það er að vera öll saman.

Heimsálfa hamingjunnar

En hamingja er heimsálfa og jólin geta ekki verið alltaf. Þetta er meira upp og niður en mikilvægt að samanlagt sé það gott. Þá er það spurningin; dugar heilinn til að sjá um þetta eða þurfum við hjálpartæki eins og áfengi? Um það snýst málið og ég lít á mig nú sem landkönnuð þar sem þetta er skoðað. En þá dugar ekki að ganga einn dal (eina viku) heldur þarf að fara lengri leið til að bera saman lífið með eða án áfengis. Það þarf nokkuð lengra tímabil en viku til að skera úr um það hvort heilinn, með sína efnaframleiðslu og tilfinningar geti séð betur um hamingjuna án utanaðkomandi hjálpar. Reyndar veldur súkkulaði unaði og spurningin hvort rétt er að halda því inni, svona í hófi.

Leiði ferðalag mitt til þess að samanburðurinn verður áfenginu í hag mun ég taka upp fyrri iðju. Að sjálfsögðu þar sem markmiðið er jú að auka hamingjuna.


Útflutningur á ferskum fiski

Fersk flakastykki er fullvinnsla

Íslendingar fluttu út ferskar fiskafurðir fyrir 54 milljarða í fyrra og um 7 milljarða af eldisfiski. Hluti af þessari framleiðslu er fluttur út með skipum en meirihlutinn með flugi, enda skiptir hraði á markað öllu máli þar sem líftími vöru er takmarkaður og kaupmaðurinn sem selur afurðir í smásölu þarf a.m.k. viku til að selja fiskinn. Segja má að fersk flakastykki sé fullvinnsla þar sem varan er ekkert frekar unnin áður en hún er afhent neytanda til sölu. Neytandinn er tilbúinn að greiða hærra verð fyrir ferskan fisk sem kemur beint úr köldum hreinum sjó og er lítið sem ekkert meðhöndlaður sem hráefni. Eðli málsins samkvæmt er hraði viðskiptanna mikill þar sem búið er að neyta fisksins innan tveggja vikna frá því að hann var veiddur, lítill sem engin lagerkostnaður og greiðslur berast fljótlega eftir að aflanum er landað. Íslendingar hafa náð miklum árangri á þessum markaði og hafa náð að aðgreina sig frá frystum og fullunnum fiski t.d. frá Kína.

Mikil tækifæri við flutning

Ein ástæða velgengni við útflutning á ferskfiskafurðum eru tíðar og beinar flugferðir víða um heim, en bara Icelandair flýgur til 44 áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Grundvöllur fyrir fluginu eru vinsældir Íslands sem ferðamannastaðar og þannig hafa opnast möguleikar á flutningi á ferskum fiski til fjölda borga beggja megin Atlantshafsins. Þessi útflutningur er hinsvegar vandasamur þar sem lítið má út af bera með líftíma vöru og eins eru miklar kröfur um stöðugan afhendingartíma. En hvernig skyldi okkur ganga að fást við þær áskoranir sem felast í löngu flugi, oft í tveimur leggjum og sumarhita sunnar á hnettinum?

Vörumerki í ferskfiskútflutning

Eitthvað af þessum fiski rennur út á tíma og þarf að farga en ekki liggja fyrir upplýsingar hversu mikið það er. Ef við gerum ráð fyrir að slík gæðarýrnun sé 5% væri tjónið um 3 milljarðar króna á ári. Það er því til mikils að vinna og ekki víst að þarna séu um mestu verðmætin að ræða. Í viðskipablaðinu í s.l. mánuði var viðtal við upplýsingafulltrúa Einkaleyfastofu þar sem hann gerði að umtalsefni mikilvægi þess að halda utan um verðmæti þekkingar og byggja upp vörumerki. Ef Íslendingar gætu byggt upp vörumerki í ferskfiskútflutningi gæti það skapað mikil verðmæti, rétt eins og nýtingaréttur í auðlindina er. En hvað þarf til að markaðssetja ferskan íslenskan fisk og skapa vörumerkjavitund um afurðina?

Fagmenn aðgreini sig frá skussunum

Fyrsta skilyrðið er að varan sé að einhverju leiti einstök! Ef íslenskir ferskfiskútflytjendur gætu ábyrgst 10 daga líftíma vöru, eftir afhendingu, væri varan einstök! Ef hægt væri að fullvissa markaðinn um að íslenskur ferskfiskur væri af betri gæðum og skilaði þannig auknu virði til neytanda, væri varan einstök og hægt að byggja upp vörumerki. En er hægt að segja að ferskur íslenskur fiskur sé einstakur og þekktur fyrir að vera betri en frá keppinautunum?

Verðmætasköpun með hugviti

Stutta svarið við því er því miður nei! Of mikið af framleiðslunni stenst ekki ýtrustu gæðakröfur. Ennþá er fiski landað á markað við hitastig langt yfir ákjósanlegu marki sem síðan er flakaður í ferskfiskútflutning. Mikið vantar uppá að kælikeðjan sé síðan í lagi í gegnum vinnslu, pökkun og flutninga sem dregur verulega úr gæðum og líftíma vöru, sem er viðskipavininum svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera til að bæta þetta ferli og bæta stöðugleika í gæðum? Spurningin er sú hvort hægt er að setja staðla fyrir þessa framleiðslu og selja hana undir vörumerki. Enginn fengi að nota vörumerkið nema standa undir þeim kröfum sem atvinnugreinin myndi setja framleiðendum. Þeir sem ekki stæðust staðla yrðu þá að standa utanvið vörumerkið og örugglega selja á lægra verði til langs tíma litið. Með slíku vörumerki væri hægt að byggja upp mikil verðmæti fyrir iðnaðinn ásamt því að minnka það tjón sem óumflýjanlega fylgir slugshætti við framleiðslu á viðkvæmri vöru. Mikið hefur verið talað um nauðsyn þess að auka útflutning á hugviti frekar en bara auðlindum. Uppbygging á vörumerki og markaðssetning í framhaldi er einmitt gott dæmi um útflutning á hugviti sem gæti aukið verðmætasköpun í Íslenskum sjávarútvegi.

Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur

 


Uppboðsleið - Lýðskrum í kosningabáráttu

Uppboðsleið

Viðreisn vill fara uppboðsleið við úthlutun aflaheimilda á Íslandsmiðum til að auka tekjur ríkisins og nota til innviðauppbyggingar. Í stuttu máli telur flokkurinn að íslensk þjóð sé hlunnfarin og útgerðin skili ekki sanngjörnu afgjaldi fyrir nýtingu á auðlindarinnar. Miðað við umræðuna mætti halda að íslenskur sjávarútvegur sé endalaus uppspretta auðs og málið snúist aðeins um hugmyndaflug til að ná honum til ríkisins. Sem dæmi skrifar virtur fræðimaður grein í Fréttablaðið 24. ágúst s.l. og fullyrðir að Færeyingar hafi fengið í uppboði á aflaheimildum fimmfalt verð fyrir þorskkílóið miðað við Íslendinga, 24 sinnum meira fyrir makrílkílóið og 25 sinnum meira fyrir kíló af síld. Þetta eru engar smá tölur ef haft er í huga að íslenskur sjávarútvegur hefur verið að greiða frá 5 til 10 milljarða á ári í veiðigjöld og ættu því að vera margir tugir milljarða?

Fræðin og tölulegar staðreyndir

Í Fiskifréttum  var grein nýverið eftir Sigurð Stein Einarsson um reynslu Rússa og Eista af uppboðsleið. Niðurstaðan er hrollvekjandi og ætti ein og sér að duga til að henda slíkum hugmyndum fyrir róða. Undirritaður tók þátt í útgáfu skýrslu 2014 þar sem reiknað var út hve há veiðigjöld mættu vera til að útgerð frystitogara gæti fjárfest í nýjum skipum og búnaði. Niðurstaðan var skýr, byggð á hlutlægum staðreyndum. Ef hugmyndir síðustu ríkistjórnar um veiðigjöld hefðu náð fram að ganga hefði enginn fjárfest í skipi og enginn hefði getað rekið útgerð á Íslandi. Í greiningu framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Fiskifréttum nýverið kemur fram að skilaverð á makríl er um 122 krónur. Hlutur sjómannsins er því um 40% af því eða 44 krónur. Ef útgerðin hefði greitt 66 kr/kg, sem er nálægt hugmyndum Viðreisnar, fyrir veiðiheimildir þá væru eftir 12 krónur til að greiða olíu, veiðarfæri, viðhald, löndunar og flutningskostnað ásamt fjármagnskostnaði.

Uppboð á aflaheimildum

Ef aflaheimildir verða boðnar upp til skamms tíma í senn mun enginn fjárfesta í nýju skipi. Þá myndi borga sig að kaupa gamla Pál Pálsson þegar sá nýi kemur, losna við fjármagnskostnaðinn og reyna að ná sem mestu upp á sem skemmstum tíma. Að sjálfsögðu myndi aðeins dýrasti fiskurinn veiðast þar sem standa þyrfti undir leigugjöldum, eins og reyndin var hjá Rússum. Enginn myndi fjárfesta í nýjum skipum ef fullkomin óvissa ríkti um hvort aflaheimildir fengjust á næsta ári.

En þá er bara að leigja til lengri tíma, t.d. 10 ára, segja Viðreisnarmenn! Tökum sem dæmi að aflaheimildir hefðu verið boðnar upp í upphafi síðasta árs. Þá ríkti mikið góðæri í sjávarútvegi. Síðan þá hefur einn mikilvægasti markaður Íslendinga, Rússland, lokast vegna ákvarðana ríkisins. Breska pundið hefur hrunið sem er einn mikilvægasti gjaldmiðill sjávarútvegsins. Skeiðarmarkaður í Nígeríu er nánast lokaður vegna gjaldeyrisvanda heimamanna og loðnan er horfin. Allt þetta hefur gerst á tæpum tveimur árum og má fullyrða að miklar áskoranir séu fyrir íslenskan sjávarútveg að takast á við þennan vanda. Ef útgerðin hefði boðið há verð fyrir aflaheimildir á þessum bjartsýnistímum; hvernig myndu menn bregðast við því nú? Láta þetta allt fara á hausinn og byrja upp á nýtt? Eða mun RÍKIÐ bregst við öllum óvæntum áskorunum sem upp koma? Til dæmis ef fiskvinnsla á Suðureyri nær ekki í eitt einasta kíló á uppboðinu? Mun RÍKIÐ koma í veg fyrir að öflugustu útgerðirnar, sem hafa yfir allri virðiskeðjunni að ráða frá veiðum til smásölu, geti leigt allar veiðiheimildir?

Jaðarverð

Til að útskýra fyrir sérfræðingum Viðreisnar hvernig þetta virkar þá er jaðar- verð/kostnaður mikilvægt hugtak í hagfræði. Ef flugfélögin myndu selja alla sína miða á verði þeirra ódýrustu, þar sem er verið að fylla í síðustu sætin, þá færu þau öll lóðbeint á hausinn. Sá litli hluti kvótans sem leigður er milli manna segir ekkert um hvert raunverulegt verðmæti heildarkvótans er, eins og sérfræðingar Viðreisnar halda fram. Oft ganga þessi leiguviðskipti út á að láta frá sér eina tegund til að fá aðra sem hentar betur, sem er grundvallaratriði til að hámarka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Eða til að leigja til sín þorsk til að geta stundað aðrar veiðar þar þorskurinn er meðafli. Eins og með flugfélögin er búið að gjaldfæra fjárfestingakostnað og því um jaðarkostnað að ræða við leiguna.

Íslenskur sjávarútvegur

 Íslenskur sjávarútvegur gengur vel og hefur ótrúlega aðlögunarhæfni til að bregðast við áföllum eins og þeim sem dunið hafa yfir undanfarið. Íslenskur sjávarútvegur á heimsmet í verðmætasköpun sem er mikilvægasta málið. Það er hörmulegt að stjórnmálamenn sem kenna sig við markaðsbúskap tali fyrir því að snúa til baka til ríkisafskipta þar sem sporin hræða í íslenskri útgerðarsögu.

Höfundur er viðskiptafræðingur.


Tímaeyðsla

Hvers vegna í ósköpunum getur manneskjan ekki bara svarað Bjarna á FaceBook? Taka frá tíma í þjóþinginu í svona nöldur! Helsta vandamál Íslands, í efnahagsmálum, er lítil framleiðni. Það væri hægt að auka framleiðni í þinginu með því að kenna þingmönnum á Facebook og hlífa okkur við að nota þennan ræðustól í dægurþras.


mbl.is „Þung orð“ Bjarna um fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grein í Fiskifréttum 28. ágúst 2016

Varúðarregla í sjávarútvegi

Sterkari veiðistofnar

Það er áhugavert að lesa greinar Kristjáns Þórarinssonar stofnvistfræðing SFS í Fiskifréttum. Sú jákvæða þróun sem orðið hefur á Íslenska þorskstofninum er gríðarlega mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Að sjálfsögðu er það þó sjávarútvegurinn sem nýtur þess helst, með lægri kostnaði við veiðar, minni vinnu og meiri tekjum fyrir sjómenn. Allir græða á öflugum veiðistofnum og varúðarleiðin, eins og Kristján kallar þá stefnu sem farin var, hefur heldur betur skilað árangri. Eins og Kristján bendir á þá hefur tekist að stækka stofninn á undangegnum árum, þrátt fyrir tiltölulega lélega nýliðun í þorskstofninum.

Lækkun kostnaðar

Þegar undirritaður var togarasjómaður stóðu túrar frá 7 til 10 daga og þótti gott ef skrapað var saman 100 tonnum. Þrátt fyrir að öllum ráðum væri beitt, þ.m.t. flottrolli sem góðu heilli er nú bannað, var veiði pr. úthaldsdag hjóm hjá því sem er í dag. Flotinn var allt of stór og sjómenn almennt löptu dauðann úr skel. Í dag ganga veiðarnar út á að taka nógu lítil höl til að hámarka gæði aflans, en fiskaflinn er nægur og kostnaður við að sækja hvert kíló hefur lækkað umtalsvert. Olíueyðsla á hvert kíló hefur snarminnkað, sem bæði lækkar kostnað og minnkar sótspor við veiðar. Í dag eru togveiðar sennilega hagkvæmasti kosturinn við þorskveiðar og með nýjum skipum mun togarflotinn verða sá umhverfisvænsti á Íslandsmiðum.

Freistnivandi stjórnmálamannsins

En það er ekki sjálfgefið að slíkur árangur náist og ekki hafa allir verið sammála um vegferð varúðarleiðarinnar. Smábátasjómenn eru enn að tala um að auka afla, ekki byggt á neinum vísindum heldur brjóstviti. Sjómenn hafa ekki allir verið sammála um þessa stefnu stjórnvalda og hafa oftar en ekki talað gegn henni. Aðferðin sem byggir á að veiða 20% af veiðistofni hefur oft verið til umræðu og margur stjórnmálamaðurinn hefur talað fyrir því að hækka þetta hlutfall. Sem betur fer hafa vísindamenn okkar staðið fast í fæturna og barist fyrir varúðarleiðinni, reyndar með góðum stuðning útgerðarmanna sem virðast hafa litið til langatímahagsmuna frekar en skammtíma.

Ýsuveiðin

Eitt gleggsta dæmið um rangar ákvarðanir var þegar veidd voru um 100 þúsund tonn af ýsu, þrátt fyrir að vitað væri um lélega nýliðun stofnsins. Það kom ekki vísindamönnum á óvart að í fyrstu veiddist mest smáýsa og síðan þegar frá leið var ekkert orðið eftir annað stórýsa. Ef notuð hefði verið varúðarleið á þessu tíma og veiðin miðuð við t.d. 60 þúsund tonn og verið jöfnuð út yfir nokkur ár hefði verðmæti útflutnings hugsanlega stóraukist. Hinsvegar hafðist ekkert undan að vinna ýsuna í veiðitoppnum og verðmæti útflutnings hrundi.

Umræðuhefðin

Undirritaður sótti marga fundi þar sem vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar töluðu fyrir varúðarleiðinni og sátu undir ótrúlegum dónaskap frá fundarmönnum sem vildu bara veiða meira. Ég man sérstaklega eftir slíkum fundi á Hótel Ísafirði þar sem undirritaður tók undir sjónarmið fiskifræðinga og var úthrópaður fyrir vikið. Á útleið af fundinum fékk ég fúkyrðaflaum yfir mig og ég kallaður illum nöfnum, eins málefnalegt og það nú er.

Fiskifræði sjómannsins eru engin fræði, enda eru margar útgáfur til af henni sem litast af þrengstu hagsmunum á hverjum stað, eftir því hvort menn eru að veiða loðnu, þorsk í net, krók,eða troll. Eitt dæmið um slíka vitleysu er herför gegn dragnót, sem engin vísindaleg rök standa undir. Aðeins vegna þrýstings frá smábátasjómönnum, en vegna fjölda þeirra hafa þeir mikil áhrif á umboðsmenn sína á þingi.

Það er lífsspursmál fyrir Íslendinga að stunda ábyrgar veiðar og gera allt sem hægt er til að viðhalda sterkum fiskistofnum á Íslandsmiðum. Það er eitt af grundvallaratriðum til að halda uppi verðmætasköpun í sjávarútveg og lífskjörum í landinu.

 


Sjávarútvegsumræðan

 

Samkeppnishæfni  sjávarútvegs

Umræðan um sjávarútveginn hefur oftar en ekki verið óvægin og ósanngjörn, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar er að ræða og engin grein skilar meiri tekjum í ríkissjóð. Sem er reyndar óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi þar sem í flestum öðrum löndum er sjávarútvegur rekinn með ríkisstyrkjum. Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks sjávarútveg og það ætti að vera þjóðinni kappsmál að hægt sé að viðhalda yfirburðum okkar. Sem dæmi njóta helstu samkeppnisaðilar okkar, Norðmenn, umtalsverðra styrkja frá ríkinu. Það var einmitt niðurstaða McKinsey skýrslunnar um Íslenskt efnahagslíf að sjávarútvegur stæði sig best varðandi framleiðni fjármagns og vinnuafls. En hvað veldur þessum fjandskap og slæmu umræðu um þessa mikilvægu atvinnugrein?

Mikil verðmætasköpun

Á sama tíma og íslenskur landbúnaður kostar hvert mannsbarn á Íslandi um hundrað þúsund króna á ári í hærra vöruverði og skattgreiðslum, og sjávarútvegurinn skilar rúmlega þeirri upphæð í samneysluna, eru þeir síðarnefndu oftar en ekki skotmark í þjóðfélagsumræðunni, uppnefndir og þeim fundið allt til foráttu. Eitt dæmi um umræðuna er þegar eitt öflugasta útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki landsins vildi kynna nýja tækni fyrir starfsmönnum sínum, og ákváðu við tímamótin að bjóða þeim upp á ís í tilefni dagsins, var því snúið upp á andskotann og ekki stóð á fjölmiðlunum að hamra á málinu á sem neikvæðastan hátt.

Framfarir í sjávarútveg

Undirritaður hefur einmitt verið við vísindastörf í umræddu fyrirtæki og tók sérstaklega til þess hve vel er gert við starfsmenn á vinnustaðnum. Tekið er á móti starfsfólki með kjarngóðum morgunverði við upphaf vinnudags, á borðum liggja ávextir og meðlæti með kaffinu í huggulegum matsal, og í hádeginu er boðið upp heitan mat. Þetta er ekki undantekning í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og orðin frekar regla, enda skilja stjórnendur að mikilvægt er að halda í góða starfsmenn, minnka starfsmannaveltu og lágmarka fjarvistir. Miklar framfarir hafa orðið í þessum efnum, bæði til sjós og lands í sjávarútveg á undanförnum árum, ekki vegna opinberra krafna heldur vex skilningur atvinnugreinarinnar á mikilvægi mannauðs í rekstrinum.  Með aukinni tæknivæðingu þarf að bæta menntun í fiskvinnslu til að takast á við auknar kröfur framtíðar og í framhaldi ættu launin að hækka. Líkt og raunin er hjá sjómönnum þarf fiskvinnslufólk að fá hlutdeild í þeim miklu tækifærum sem ný tækni býður upp til að auka framleiðni.   

Gróa gamla á Leiti

En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu og hverjir kynda undir og viðhalda þessar slæmu ímynd sjávarútvegs á Íslandi? Nýlega var forystugrein í BB á Ísafirði þar sem fyrrverandi þingmaður skrifaði um öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða. Dylgjurnar og óhróðurinn er slíkur að Gróa á Leiti hefði roðnað af skömm. Hvergi er minnst á staðreyndir heldur byggt á sögusögnum og fullyrt að ástæðan fyrir því að öll þessi meintu mál voru látin niður falla, hafi verið fyrir„húk“ lögreglunnar, svo notað séu orð höfundar. Í sömu grein vitnar hann í fyrsta maí ræðu verklýðsforingjans á staðnum þar sem hann stillir launþegum upp sem kúgaðri stétt sem sé undir hælnum á atvinnurekendum. Uppstillingin er gamalkunn og þar er þessum aðilum stillt upp sem óvinum og ekki sé hægt að bæta hlut sinn nema á kostnað hins. Það er illt að hafa svona óábyrga verkalýðsleiðtoga sem ekki sjá möguleikana á því að bæta hag beggja þar sem hagsmunir atvinnurekanda og launþega fara algjörlega saman. Báðir þessir aðilar ættu að gera sér grein fyrir að um 80% af hagkerfi Vestfjarða byggir á sjávarútveg og samstöðu en ekki sundrung þarf til að snúa neikvæðri þróun byggðar við í fjórðungnum. Viðurkenna það sem vel er gert og taka þátt í framförum í Íslenskum sjávarútveg í stað þess að níða hann niður.

 


Finnbogi og Sjálfstæðiflokkurinn

Oftar en ekki er erfitt að átta sig á pólitískum stefnumálum vinstrimanna og hver sér raunveruleg málefni sem þeir berjast fyrir. Stundum virðist manni að hatur þeirra á Sjálfstæðiflokknum sér pólitískur drifkraftur þeirra og það sé mikilvægara að ná sér niður á honum en vinna samfélagi sínu gagn. Eitt dæmið er héðan úr Ísafjarðarbæ þar sem þeir fengu bæjarfulltrúa flokksins til að verða bæjarstjóraefni sitt fyrir síðustu sveitarsjónarkosningar, vitandi að hann var ekki heppilegur í embættið, en það var aukaatrið miðað við hugsanlegt tjón hjá óvininum. Þetta skín í gegnum allar umræður í dag þar sem allt er gert til að sverta flokkinn, jafnvel þó að sameignlegt tjón sér mikið og trúverðugleiki stjórnmálanna sé í húfi, Þá er það tilvinnandi til að koma fólki með ákveðna lífskoðun illa.

Í BB um daginn ræðst Finnbogi Hermannsson fram á ritvöllinn með sögulegar skýringar á því hversu spilltur Sjálfstæðisflokkurinn er og það fólk sem styður stefnu hans. Líkt og með Göbbels forðum skiptir sannleikurinn engu máli, þegar sama lygin er sögð nógu oft verður hún að sannleika. Ein saga hans er nægilega gömul til að treysta megi að engin muni hvernig hún var í raun, og hún sögð með þeim hætti að sanni hverslags spillingarbæli Sjálfstæðisflokkur er. Sagan er um þegar Guðmundur Marinósson var ráðin sem forstjóri Fjórðungssjúkrahússins og tekin fram yfir þáverandi bæjarfulltrúa vinstri manna, Hall Pál. Á þessu árum var Sjálfstæðiflokkurinn í minnihluta með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Stungu þeir fyrst upp á Guðmundi í starfið og greiddu honum atkvæði sitt. Hallur Páll gat ekki stillt sig og greiddi mótatkvæðin en aðrir sátu hjá. Það sem þeir gerðu sér ekki grein fyrir var að þar með var atkvæðagreiðslunni lokið með ráðningu Guðmundar.

Svona var nú þessi saga en það sem hún sýnir að Hallur Páll, umsækjandi um starfið, sat ekki hjá eða vék af fundi þó hann ætti mikilla persónulegra hagsmuna að gæta. Vinstri menn í bæjarstjórn höfðu ákveðið að ráða hann til starfans, með hans atkvæði, en skripluðu á skötunni í fundarsköpun.

Tilgangurinn helgar meðalið og Finnboga finnst greinilega eðlilegt að ganga í spor Gróu á Leiti til að ná sér niður á óvininum og þá skiptir sannleikurinn engu máli. Hálfkveðnar vísur, getgátur og skrök er hiklaust notað, enda málstaðurinn „góður“


Miskilningur hjá Magnúsi Orra

Magnús orri tekur vitlaustan pól í hæðina hvað varðar stuðning við Samfylkinguna! Ef málin eru skoðuð með norrænum augum sést að Ísland sker sig úr hvað varðar stuðning við jafnaðarmenn og áhrif jafnaðarmanna flokka á landsstjórn. Hver skyldi nú vera helsti munurinn á Þessum flokkum á hinum norðurlöndunum og á Íslandi? Það er fjandskapur íslenskra jafnaðarmanna út í atvinnulífið og skilningleysi á verðmætasköpun. Íslenski kratar virðast ekki skilja mikilvægi þess að skapa verðmæti til að hægt sé að byggja upp öfluga samfélgsþjónustu. Þeir erða því að gera það upp við sig hvort þeir vilja vera kommar eða kratar.


mbl.is „Við eigum að stofna nýja hreyfingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 283908

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband